Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júlí. 2015 08:01

„Óréttlátt hvað það skiptir miklu máli hvar maður fæðist í heiminum“

„Ferðin var mjög lærdómsrík og við fengum að kynnast því hvað fólkið þarna er nægjusamt og nær að bjarga sér með það sem það hefur,“ sagði Skagakonan Sigurbjörg Gyða Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðinemi sem er nýkomin heim frá Kambódíu. Þar dvaldi hún í þrjár vikur ásamt sjö öðrum hjúkrunarfræðinemum við Háskóla Íslands og sinnti sjálfboðastarfi á sjúkrahúsi í þorpinu Samraong, skammt frá borginni Siem Riep í norðvesturhluta landsins. Íbúar þorpsins eru um sex þúsund talsins. „Fólkið þarna hafði varla séð hvíta manneskju áður. Krakkarnir voru mjög áhugasamir, komu út á götu og gáfu okkur „fæf“. Fullorðna fólkið var líka forvitið, tók myndir af okkur og vildi fá að snerta húðina,“ segir Sigurbjörg og hlær.

Sex deildir eru á sjúkrahúsinu í Samraong og Sigurbjörg telur það vera mjög svipað að stærð og sjúkrahúsið á Akranesi. Aðspurð um aðbúnaðinn á spítalanum segir hún að hann hafi komið sér verulega á óvart. „Ég hélt að aðstæðurnar væru miklu verri og var búin að búa mig undir það. Þarna er fólk sem hefur þekkingu en það vantar sárlega peninga til heilbrigðismála. Það er svo sorglegt að sjá hvað það er mikil spilling þarna. Landið á fullt af auðlindum en það vantar alls staðar pening. Angkor Wat, stærsti ferðamannastaðurinn, er leigður til Víetnam. Þarna eru stórar gull- og silfurnámur, en þær eru leigðar til Kínverja. Peningurinn fer allur eitthvað út úr landinu,“ segir Sigurbjörg. Þeim pening sem þó er varið til heilbrigðismála í Kambódíu er að mati hópsins forgangsraðað undarlega á köflum. „Við rákumst á einn sjúkling sem var að betla vatn á spítalanum en samt voru allir með vökva í æð. Sem er miklu dýrara,“ segir Sigurbjörg. „Það er algjört grunnatriði til að fólk geti náð bata að það geti drukkið. Við skildum þetta ekki alveg. Þetta er skrítin forgangsröðun.“

 

Sjá fróðlegt og ítarlegt viðtal við Sigurbjörgu Gyðu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is