Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júlí. 2015 08:01

Enn eru karlavígin að falla - fyrsta konan forseti Rótarýklúbbs Borgarness

Á fundi í Rótarýklúbbi Borgarness í síðustu viku voru tilkynnt forsetaskipti í klúbbnum þegar Birna Guðrún Konráðsdóttir tók við af Daníel Inga Haraldssyni. Er Birna jafnframt fyrsta konan sem gegnir því embætti. „Loksins er kona forseti Rótarý í Borgarnesi,“ sagði Birna létt í bragði í ræðu sinni. „Þetta var því tvöföld hátíðarstund og tvöföld ástæða til að fagna,“ bætti hún við í samtali við Skessuhorn. „Við höfum ekki verið með mjög margar konur í klúbbnum í gegnum tíðina. Þær sem hafa verið félagar hafa ekki viljað taka þetta að sér af einhverjum ástæðum. Núna erum við til dæmis bara þrjár, af 25 virkum félögum. Þannig að þetta verður skráð á spjöld sögunnar.“

Aðspurð hvort standi til að hrinda af stað átaki til að fjölga konum sérstaklega segir Birna svo ekki vera. Aftur á móti standi til að reyna að fjölga félögum almennt. „Rótarý er mannúðarhreyfing og því fleiri virkir félagar sem hreyfingin telur, því betra verður starfið.“

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is