Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júlí. 2015 12:14

Andrea safnar fyrir Englamömmur með sölu á mörkuðum

Andrea Björnsdóttir húsfreyja á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit tók vel á móti blaðamanni þegar hann kíkti nýverið í kaffi og spjall til hennar. Ástæða heimsóknarinnar var fjáröflun sem Andrea stendur fyrir nú í sumar. Hún hefur í mörg ár tekið þátt í ýmsum fjáröflunum og styrkt ýmis góð málefni. „Ég bara verð að láta gott af mér leiða, ég hef alltaf verið þannig en það gefur mér svo mikið að hjálpa öðrum. Ég fer alltaf sátt og glöð að sofa á kvöldin þegar ég veit að ég hef eitthvað gefið af mér,“ segir Andrea aðspurð um það af hverju hún hafi byrjað að taka þátt í fjáröflunum. Í ár er Andrea að selja nammi á mörkuðum, bæði lakkrís og hlaup í 600 gramma pokum. Hún byrjaði á slíkri söfnun síðasta sumar en þá rann allur ágóði óskiptur til fjölskyldu lítillar langveikrar stúlku í Reykjavík. „Það var Guðbjörg dóttir mín sem átti hugmyndina af því að safna fyrir fjölskyldu stúlkunnar. Hana langaði að hjálpa þeim. Hún hafði samband við fjölskylduna og fékk leyfi fyrir því að segja þeirra sögu og styrkja þau með nammisölu,“ segir Andrea um það hvernig hún fór út í nammisölu.

 

Nú selur Andrea nammi til styrktar Englamömmum. Nánar um það í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is