Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júlí. 2015 03:01

Stuðningur Rótarýfólks í verki við nærsamfélagið

Á fundi í Rótarýklúbbi Borgarness nýverið var gerð grein fyrir söfnun klúbbsins fyrir hjartahnoðtækinu Lúkasi sem fært var Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Borgarnesi. Vegna þess hve söfnunin gekk vel þá færði Rótarýklúbburinn Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi fartölvur  og netbeini í sjúkrabíla stofnunarinnar, senditæki í hjartastuðtæki þannig að hægt er að senda hjartalínurit til sérfræðings sem getur lesið í það hvar sem er. Einnig gaf klúbburinn hjartalínurita  á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi auk þess sem heilsugæslustöðin fékk afhent allt það fé sem eftir stóð að söfnun lokinni.

„Ég nefndi það á Rótarýfundi í vetur hvort það væri ekki fínt verkefni fyrir Rótarýfélaga að standa fyrir söfnun á sjálfvirku hjartahnoðtæki til að gefa í sjúkrabílinn hér í Borgarnesi og félagarnir tóku strax vel í það. Mikill einhugur var um þá söfnun allan tímann,“ segir Haukur Valsson, Rótarýfélagi og sjúkraflutningamaður. „Okkur er efst í huga þakklæti til fyrirtækja í héraðinu, félagasamtaka og einstaklinga sem lögðu söfnuninni lið,“ bætir hann við að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is