Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júlí. 2015 02:01

Aðgerðir gegn lúpínu í Stykkishólmi hafa borið mikinn árangur

Stykkishólmsbær hefur frá sumrinu 2010 látið slá lúpínu í landi sínu og var fyrsta sveitarfélag landsins til að hefja aðgerðir gegn ágengum plöntum. Verkefnið er unnið í samvinnu við og með ráðgjöf Náttúrustofu Vesturlands. Undanfari verkefnisins var að haustið 2007 fékk Stykkishólmsbær Náttúrustofu Vesturlands til að gera úttekt á ágengum plöntutegundum í landi sveitarfélagsins. Í ljós kom að alaskalúpína var allútbreidd á svæðinu en skógarkerfill og spánarkerfill mynduðu hér og þar litlar breiður. „Frumkvæðið að þessu verkefni kemur upprunalega frá íbúunum sjálfum, sem báðu um að eitthvað yrði gert í því að eiga við lúpínuna sem meðal annars var farin að kaffæra berjalyng. Bjarnarkló fannst einnig á þremur stöðum upphaflega en síðar á fleirum. Nú eru fundarstaðirnir orðnir fimmtán og hefur plöntunni næstum því verið útrýmt í sveitarfélaginu. Við settum í framhaldinu fram tillögur um hvernig mætti eyða þessum ágengu plöntum úr sveitarfélaginu,“ segir Róbert A. Stefánsson líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands.

 

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is