Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júlí. 2015 04:00

ÍA - ÍBV í beinni

Komiði sæl og velkomin í beina textalýsingu frá Akranesvelli þar sem ÍA tekur á móti ÍBV elleftu umferð Íslandsmóts karla í knattspyrnu.

Leikurinn hefst eftir eina klukkustund, eða kl. 17:00. Lýsingin verður hér að neðan og fréttin verður uppfærð eftir atvikum á meðan leik stendur.

 

Lesendum er bent á að nauðsynlegt er að ýta á „refresh“ hnappinn í vafranum því fréttin uppfærir sig ekki sjálfkrafa.

 


 

90. mín. Leik lokið! Skagamenn leggja gestina úr Vestmannaeyjum með þremur mörkum gegn einu fyrir framan 1018 áhorfendur á Akranesvelli.

 

90. mín. Jón Vilhelm hreinsar boltann frá en sneiðir hann til hægri og beint upp í stúku þar sem Sigrún Ríkarðs grípur hann örugglega.

 

89. mín. Ásgeir Marteins fær boltann á miðjum vallarhelmingi ÍBV, vinstra megin. Skagamenn eru 2 á móti 2. Ásgeir leggur boltann á hægri fótinn og skýtur en varið.

 

88. mín. Gult spjald. Fyrsta gula spjald leiksins hefur litið dagsins ljós. Það fékk Eyjamaðurinn Bjarni Gunnarsson eftir brot á Ásgeiri Marteinssyni.

 

85. mín. Skagamenn fá skyndisókn eftir hornspyrnu Eyjamanna. Marko sendir laglega utanfótarsendingu inn á Jón Vilhelm sem er kominn í dauðafæri en Guðjón Orri í marki Eyjamanna ver.
Marko fær boltann aftur  við vítateigsjaðarinn en skýtur framhjá.

 

83. mín. Skipting. Eyjamenn gera breytingu á liði sínu. Ian Jeffs kemur af velli, ef til vill vegna flugþreytu. Inn á í hans stað kemur Dominic Khori Adams.

 

82. mín. Ian Jeffs tekur boltann á brjóstkassann við vítateigsjaðarinn og hendir sér í bakfallsspyrnu. Skotið er hins vegar laust og beint á Árna Snæ.

 

78. mín. Eyjamenn eiga skalla að marki sem stefnir í fjærhornið. Árni Snær kastar sér á eftir honum og nær að teygja sig í hann og blaka aftur fyrir endalínu.

 

77. mín. Skipting. Skagamenn gera tvær breytingar. Albert og Hallur fara af velli og inn á í þeirra stað komu Marko Andelkovic og Garðar Gunnlaugsson.

 

77. mín. Skipting. Eyjamenn gera breytingu á liði sínu. Af velli fara þeir Jón Ingason og inn á í hans stað kom Gauti Þorvarðarson.

 

75. mín. MARK! Þórður Þorsteinn á fyrirgjöf frá hægri. Hallur Flosa kemur á ferðinni, lyftir sér upp og skallar í fjærhornið. Vel gert hjá Halli. Staðan orðin 3-1, ÍA í vil.

 

73. mín. Skipting. Skagamenn gera breytingu. Arnar Már fer af velli fyrir Ingimar Elí Hlynsson.

 

72. mín. Markvörður Eyjamanna á misheppnaða hreinsun frá markiinu, Arsenij nær honum, sendir hælsendingu á Hall sem á skot en varið og Eyjamenn bjarga á línu. Þaðan berst boltinn á Jón Vilhelm sem á skot að marki sem er varið yfir.

 

68. mín. Eftir sókn Eyjamanna upp hægri kantinn berst boltinn á Jón Ingason sem er í dauðafæri en Árni Snær kemur út úr markinu, gerir sig breiðan og ver. Virkilega vel gert hjá Árna Snæ.

 

66. mín. Víðir á lúmskt skot rétt utan vítateigs sem skríður framhjá markinu Skagamanna.

 

65. mín. Eftir sókn ÍBV upp hægri kantinn barst boltinn á Jón Ingason vinstra megin í teignum. Hann skaut að marki en beint í varnarmann og aftur fyrir.

 

64. mín. Víðir tekur spyrnuna en hún er misheppnuð og yfir mitt markið.

 

63. mín. Eyjamenn fá aukaspyrnu á vítateigsboganum. Víðir Þorvarðar stendur yfir boltanum.

 

60. mín. Skagamenn hafa verið heldur sterkari það sem liðið er seinni hálfleiks. Eyjamenn beita skyndisóknum.

 

57. mín. Hallur á ágætt skot frá vítateigsboganum eftir skyndisókn en boltinn yfir markið.

 

55. mín. Albert setur Darren inn fyrir með laglegri sendingu. Darren á fyrirgjöf á fjær sem Hallur skallar í varnarmann og aftur fyrir.

 

51. mín. Atgangur í vítateig Skagamanna eftir fyrirgjöf frá hægri. Tvisvar komast þeir fyrir skot sóknarmanna ÍBV og allt saman endar þetta svo með skoti yfir markið.

 

50. mín. Eyjamenn við það að sleppa í gegn eftir stungusendingu en Árni Snær kemur vel út úr markinu og hreinsar boltann frá.

 

47. mín. MARK! Skagamenn eru komnir yfir!

Ásgeir Marteinsson fer laglega framhjá bakverði Eyjamanna uppi í vinstra horninu, sendir fallega fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Arsenij skallar boltann auðveldlega í netið.

 

46. mín. Þórður Þorsteinn á skemmtilega utanfótar fyrirgjöf djúpt af hægri kantinum. Hann finnur Ásgeir Marteins í teignum en móttaka hans ekki nógu vel heppnuð.

 

46. mín. Síðari hálfleikur er hafinn. Skagamenn byrja með boltann.

 

 

45. mín. Hálfleikur. Þóroddur lítur á armbandsúr sitt, dregurinn andann djúpt og blæs í flautuna. Staðan í hálfleik 1-1.

Víðir Þorvarðarson kom Eyjamönnum yfir á 11. mínútu en Arnar Már Guðjónsson jafnaði fyrir Skagamenn með stórglæsilegu skoti á 39. mínútu.

 

45. mín. Víðir Þorvarðar fer fram hjá tveimur varnarmönnum vinstra megin í vítateignum og býst við að senda fyrir en Skagamenn bjarga í horn.

 

42. mín. Svo virðist sem Þórði Þorsteini hafi verið hrint í vítateignum eftir að Ásgeir Marteins renndi boltanum á hann. Skagamenn heimta vítaspyrnu en ekkert dæmt.

 

41. mín. Skagamenn vinna boltann, leika honum sín í milli og það endar með því að Arnar Már á skot utan vítateigs en rétt framhjá markinu.

 

39. mín. MARK! Arnar Már jafnar metin með stórkostlegu marki. Hann fékk boltann um 25 metra frá markinu, boltinn virtist á leið yfir en tók dýfu og hafnaði efst í markorninu. Staðan 1-1.

 

38. mín. Ármann Smári nær skalla í jörðina og rétt framhjá markvinklinum eftir hornspyrnu Jóns Vilhelms. 

 

34. mín. Leikur Skagamanna hefur batnað mikið síðustu 10 mínúturnar eða svo. Þeir halda boltanum og leika sín á milli.

 

29. mín. Eftir laglegan samleik sendi Jón Vilhelm boltann frá vinstri og yfir að endalínu vítateigs þar sem Hallur Flosa lagði boltann fyrir Albert Hafsteins sem skaut að marki. Skot hans varið, Hallur tók frákastið og skoraði en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

 

25. mín. Ásgeir Marteinsson á þrumuskot rétt yfir mark Eyjamanna eftir að Arsenij skallaði boltann fyrir fætur hans.

 

24. mín. Leikurinn hefur aðeins dottið niður og er nokkuð jafn þessa stundina. Eyjamönnum gengur þó mun betur að halda boltanum en Skagamönnum.

 

19. mín. Dauðafæri! Arnar Már skallar framhjá úr dauðafæri eftir frábæra hornspyrnu Jóns Vilhelms. 

 

16. mín. Ármann Smári sofnaði á verðinum og Eyjamaður slapp í gegn. Móttakan var hins vegar ekki nógu góð og Árni Snær náði boltanum.

 

15. mín. Eyjamenn hafa verið heldur sterkari þessar fyrstu mínútur eftir að hafa tekið forystuna. Þeir hafa leikið vel sín á milli og átt tvo skot yfir markið.
Markið virðist hafa slegið Skagamenn út af laginu.

 

11. mín. MARK! ÍBV hefur tekið forystuna. Ian Jeffs sendi boltann fyrir, hann fór af varnarmanni, breytti algerlega um stefnu og Víðir Þorvarðarson lyfti sér upp á nærstönginni og skallaði boltann í fjærhornið, framhjá Árna Snæ í markinu.

 

7. mín. Strax í kjölfar atgangsins í vítateignum ná Skagamenn skyndisókn sem endar með fyrirgjöf og laflausum skalla Arsenij.

 

6. mín. Eyjamenn öskra á víti þegar sóknarmaður þeirra fellur í teignum. Leikurinn heldur áfram. Eyjamenn ná skoti úr þröngu færi sem Árni ver, boltinn fellur fyrir fætur næsta Eyjamanns en Arnór kastar sér fyrir skotið.

 

3. mín. Jón Vilhelm kemur inn á völlinn frá vinstri kanti, tekur skot að marki en rétt framhjá nærstönginni.

 

1. mín. Leikurinn er hafinn. Eyjamenn byrja með boltann.

 

Ef blaðamaður hefði vitað af þessu hefði hann beðið Ian að kaupa karton fyrir sigí fríhöfninni.

 

Ian Jeffs er í byrjunarliði ÍBV eins og áður hefur komið fram. Hann er einnig þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Konurnar léku gegn Þór/KA fyrr í dag og Ian ferðast því ekki með liði sínu upp á Skaga heldur flýgur sér í leikinn frá Eyjum.

Vonum, Ians vegna, að hann fái ekki S í kladdann.

 

Seljabrytavaktin: Páll Magnússon er á vellinum með ÍBV húfuna sína. Garðar Gunnlaugsson er hérna líka. Aðrir síður frægir.

 

Korter í leik og áhorfendur farnir að tínast á völlinn. Blaðamaður verður á seljabrytavaktinni fram að leik.

 

Blaðamaður saknar playlistans sem ómaði um Akranesvöll fyrir hálftíma síðan. Það var dúndrandi diskó. 25 mín. í leik.

 

Dómari leiksins er Þóroddur Hjalatlín og aðstoðardómarar eru Frosti Viðar Gunnarsson og Adolf Þorberg Andersen.

 

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru nánast eins og best verður á kosið. Á að giska 12 stiga hiti og blæs létt að vestan.

Völlurinn er grænn og eins og með allt sem er grænt, grænt, þá þykir mér það fallegt.

 

Fyrir leik munar aðeins einu stigi á liðunum. ÍA er í 10. sæti með níu stig eftir tíu leiki.

ÍBV er sæti neðar, í því 11. með átta stig eftir tíu leiki.

 

Þeir ellefu útvöldu sem hefja leikinn fyrir Skagamenn eru eftirfarandi:

12. Árni Snær Ólafsson (m)

4. Arnór Snær Guðmundsson

5. Ármann Smári Björnsson

8. Hallur Flosason

10. Jón Vilhelm Ákason

11. Arnar Már Guðjónsson

13. Arsenij Buinickij

16. Þórður Þorsteinn Þórðarson

18. Albert Hafsteinsson

23. Ásgeir Marteinsson

27. Darren Lough

 

Byrjunarlið gestanna úr Eyjum er þannig skipað:

25. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)

2. Tom Even Skogsrud

5. Avni Pepa

6. Gunnar Þorsteinsson

7. Aron Bjarnason

8. Jón Ingason

10. Bjarni Gunnarsson

11. Víðir Þorvarðarson

14. Jonathan Patrick Barden

15. Devon Már Griffin

30. Ian David Jeffs

 

Byrjunarliðin hljóta að detta í hús innan skamms. Þau verða tilkynnt hér um leið og það gerist.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is