13. júlí. 2015 11:43
Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur nokkur gámasvæði og grenndarstöðvar þar sem íbúar og sumarbústaðarfólk geta losað sorp. Gámasvæðin eru þó ekki öll ætluð til flokkunar á endurvinnanlegum úrgangi, svo sem fyrir járn og timbur. Umgengnin við suma þessa staði er hins vegar skelfileg. Meðfylgjandi mynd var tekin við Gufuá í Borgarhreppi um helgina. Þar hafa einhverjir losað húsgögn, garðaúrgang, heimilissorp og sitthvað fleira úti í náttúruna. Fugl og vindur sá svo um að dreifa óþrifnaðinum út í náttúruna í kring.