Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2015 11:01

Sauðfjárvarnagirðingar í lamasessi

Víða um land er pottur brotinn í ásigkomulagi sauðfjárveikivarna-girðinga og er slælegu viðhaldi kennt þar um. Fjárskortur kemur svo í veg fyrir úrbætur. Yfirdýralæknir telur nú brýnt að ráðist verði hið fyrsta í að gera við Snæfellslínu, Gilsfjarðarlínu, Miðfjarðarhólf og nokkra parta til viðbótar. Talið er að þetta muni kosta á bilinu tíu til ellefu milljónir króna. „Víða annars staðar eru sauðfjárveikivarnargirðingar varla fjárheldar og nauðsynlegt að verja fé til bóta á t.d. Tvídægrulínu, Hvammsfjarðarlínu og Kjalarlínu sem gætu kostað allt að átta milljónum. Þá eru ótaldar aðrar línur þar sem þarf að laga eða endurnýja, s.s. Hvalfjarðarlína, Bláskógalína, Kýlingarlína o.fl.  Til viðhalds þessa kerfis sauðfjárveikigirðinga þarf a.m.k. 25  til 30 milljónir króna árlega. Ekki hefur verið farið í verulega endurnýjun á girðingum síðan árið 2013 þegar fé fékkst úr Verðmiðlunarsjóði (sem dugði ekki til),“ stendur í pistli um málið á vef Landssamtaka sauðfjárbænda (saudfe.is). Samtökin hafa undanfarið beitt sér fyrir úrbótum í þessum málum.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is