Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2015 10:01

Styttist í Íslandsmótið í golfi sem haldið verður á Garðavelli

Dagana 23. - 26. júlí næstkomandi verður Íslandsmótið í golfi haldið á Garðavelli á Akranesi. Þar munu allir bestu kylfingar landsins etja kappi og berjast um Íslandsmeistaratitilinn á fjögurra daga móti. „Undirbúningur hófst árið 2013 þegar klúbbnum var úthlutað mótinu,“ sagði Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis, þegar blaðamaður Skessuhorns ræddi við hann í síðustu viku. „Það er hefð fyrir því að klúbbar sem eiga stórafmæli fái að halda Íslandsmótið,“ bætir hann við, en Leynir fagnaði einmitt 50 ára afmæli sínu þann 15. mars síðastliðinn.

 

 

„Þegar árið 2013 var hafist handa við að þurrka upp völlinn. Ráðist var í að grafa skurði og drena völlinn. Strax í vor var hann orðinn þurr og flottur. Svo duttum við í lukkupottinn með kalt og þurrt sumar framan af,“ segir Guðmundur. „Einnig var farið í að laga teiga og stíga, reisa byggingar, mála klúbbhúsið, golfskálann og fleira í þeim dúr. Félagsmenn og starfsfólk klúbbsins hefur lagt á sig mikla vinnu til að gera umgjörð mótsins sem besta. Allur húsakostur hefur verið tekinn í gegn. Sett hefur verið upp salerni miðsvæðis úti á vellinum, við enda 6. og 14. holu,“ bætir hann við og segir gesti vallarins hafa verið mjög ánægða með tilkomu þess.

 

Undir lok síðasta árs var myndaður undirbúningshópur. Mótsstjóri er Viktor Elvar Viktorsson, fyrrum formaður Golfklúbbsins Leynis. „Hópurinn hefur unnið skipulega að undirbúningi mótsins í allan vetur. Viktor þekkir hér mjög vel til og veit nákvæmlega hvernig hlutirnir virka. Hann mun meðal annars skipuleggja allt sjálfboðastarf á mótinu og sjá um samþættingu allra verkefna sem þarf að inna af hendi,“ segir Guðmundur.

 

Nánar er rætt við Guðmund í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is