Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2015 12:29

Af vondum malarvegum og fjárveitingum

G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar ritar hér að neðan grein þar sem hann svarar gagnrýni á hendur Vegagerðinni og fjárveitingavaldsins vegna afleits ástands malarvega á Vesturlandi. Nýverið var birt frétt í Skessuhorni þar sem Þórarinn Skúlason bóndi á Steindórsstöðum í Reykholtsdal gagnrýndi harðlega ástand malarvega. Sagði hann jafnframt að dæmi væru um illa heflaða vegi. Slíkt skapaði stórhættu, ekki síst þegar ferðamenn óvanir akstri á malarvegum, ferðast um þessa vegi. Svargrein G. Péturs er eftirfarandi:

 

"Ástand malarvega er ekki eins og Vegagerðin vill hafa það. Frá hruni hafa fjárveitingar til viðhalds vega verið skornar niður og þótt stjórnvöld hafi sýnt því skilning að bæta þurfi úr með auknum fjárframlögum þá hafa þau samt ekki náð því marki sem þarf til að gott geti talist. Í þessu ástandi hafa malarvegir landsins orðið frekar illa úti. Af 13 þúsund km vegakerfi eru tæplega átta þúsund km malarvegir.

Í 27. tölublaði Skessuhorns er kvartað undan slæmum vegum eftir heflun. Látið sem þar sé við starfsmann Vegagerðarinnar að sakast. Varla verður það talið á hans ábyrgð að viðhaldi malarvega hefur ekki verið sinnt sem skyldi í nokkur ár. Þegar efnið í veginum er ekki of mikið til að hefla, þegar þurrkur hefur verið lengi og efnið í veginum tekur illa við rykbindingu getur farið svo sem sjá mátti á myndum með fréttinni.

Alltaf má reyna að bæta verklag, og vegagerðarmenn læra bæði að lifa með lægri fjárveitingum og af reynslunni. En það kemur ekki í staðinn fyrir það að auka þarf fjármagn á næstu árum til að vinna upp viðhald malarvega og vonandi halda stjórnvöld áfram að sýna því skilning þannig að síður þurfi að kvarta mikið í Skessuhorni eða annarsstaðar. Því gjarnan telja menn að einungis sé viðhaldi illa sinnt hjá sér meðan allt sé gott annarsstaðar. Reyndin er hins vegar sú að unnið er eftir viðhaldsáætlun og fjármagni samviskulega skipt jafnt á milli landshluta.

Undir það má taka með bóndanum á Steindórsstöðum að það er áhyggjuefni hversu kunnáttulitlir erlendir ferðamenn eru þegar kemur að akstri á malarvegum og því vissulega mikilvægt að hvorttveggja upplýsa þá og fræða og sinna viðhaldinu þannig vegirnir séu sem öruggastir. Okkur veitir ekki af allri hjálp við að koma þeim skilaboðum áfram til réttra aðila."

 

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is