Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júlí. 2015 08:01

"Okkur skorti framtíðarsýn til að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar"

Víða eru vegir í slæmu ásigkomulagi utan hringvegarins hér á landi. Þessir vegir liggja til fjölsóttra áningar- og gististaða. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og fyrsti þingmaður NV kjördæmis viðurkennir fúslega, í viðtali sem birtist í dag við hann í Skessuhorni, að gera þurfi betur í þessum málaflokki. „Á sínum tíma settum við Íslendingar töluverða fjármuni í að byggja upp vegakerfið. Hins vegar höfum við ekki horft til þess að það kæmi svona sprenging í ferðaþjónustunni. Okkur hefur skort framtíðarsýn. Kannski er það skiljanlegt vegna þess að enginn sá það fyrir að aukningin í fjölda gesta til landsins yrði svona mikil. Fyrir vikið þá eru vegirnir og ferðamannasvæði ekki tilbúin að taka við öllu þessu fólki. Á sama tíma erum við að sjá flutninga stóraukast um vegina. Við urðum svo auðvitað að skera mikið niður eftir hrun. Núna þegar efnahagurinn fer að batna þá verðum við að setja meiri fjármuni í vegakerfið. Ekki bara að og frá vinsælustu ferðamannastöðunum heldur líka að bæta vegakerfið þannig að það verði auðveldara að dreifa ferðamönnum um landið. Þetta er auðvitað öðrum þræði mjög stórt byggðamál,“ segir Gunnar Bragi.

Hann segir að einnig sé brýnt að bæta úr fjarskiptamálum. „Ferðaþjónustufyrirtæki úti á landi geta til að mynda ekki búið við ótryggt netsamband. Sumir halda kannski líka að það sé alls staðar gott og öruggt farsímasamband. Þannig er það því miður ekki. Nú erum við að reyna að fá fjármagn til að ljósleiðaravæða dreifbýlið. Um daginn setti ríkisstjórnin einnig 1,8 milljarða í ákveðnar vegabætur svo sem veg um Uxahryggi og á fleiri stöðum sem á eftir að gagnast ferðaþjónustunni vel. Gangi haftaáætlunin síðan eftir þá gætu skuldir ríkissjóðs verið komnar niður í um 25% af landsframleiðslu 2020 sem er svipað og það var fyrir hrun. Þá munum við standa frammi fyrir allt öðrum veruleika og fjárhagsgetu heldur en í dag. Þetta er að vísu sagt með nokkrum fyrirvara því enn eru óvissuþættir í því máli.“

 

Peningar til að styrkja inniviði ferðaþjónustunnar verði þó að sögn Gunnars Braga ekki eingöngu sóttir í ríkissjóð. Hann segist þeirrar skoðunar að finna verði leiðir til að taka inn fjármuni í þetta frá ferðamönnum. „Ég held að það sé kominn tími til að setja einhvers konar skatt á fólk þegar það kemur til landsins, svo sem á flugmiða. Það verður þá bara að hafa þó að Íslendingar þurfi að greiða hann líka. Við sjáum svona skatta mjög víða svo sem í Bandaríkjunum.“

 

Sjá ítarlegt viðtal við Gunnar Braga Sveinsson í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is