Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júlí. 2015 06:01

Stofnandi Slow Food heimsótti bændur á Vesturlandi

Piero Sardo, einn af stofnendum Slow Food samtakanna og framkvæmdastjóri Slow Food Foundation for Biodiversity, var staddur hér á landi í liðinni viku ásamt fríðu föruneyti. Slow Food eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að auka vitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefðar og uppruna matvæla. Upphaflega voru samtökin stofnuð til að sporna við skyndibitamenningu og staðlaðri matvælaframleiðslu. „Margt er hægt að gera á Íslandi. Þetta er lítið land og miklu hægt að áorka við kynningu á matvöru sem framleidd er í nærumhverfinu,“ sagði Piero í samtali við Skessuhorn. „Fyrsta skrefið verða Íslendingar að taka og þá á sínum heimaslóðum. Frumkvæði heimamanna er það sem skiptir mestu máli. En auðvitað skiptir líka miklu máli að vera hluti af alþjóðlegu samfélagi,“ bætir hann við.

 

 

Slow Food um heim allan hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að skrá afurðir (matvæli, nytjaplöntur og húsdýrakyn) sem eru í útrýmingarhættu í svokallaða „Bragðörk“ (Ark of Taste“) og um leið og þessar afurðir eru lífvænlegar eru þær færðar í Presidia. Það er verkefni ætlað að koma til bjargar hefðbundnum afurðum, framleiddum með hefðbundnum hætti sem eiga á hættu að falla í gleymskunnar dá og viðhalda þar með líffræðilegum fjölbreytileika matvæla. Þær afurðir þurfa að uppfylla strangar kröfur um lýsingu, gæði og upprunavottun.

 

Skyrið og geitin færð í Presidia

Tvær íslenskar afurðir voru færðar inn í Presidia á meðan heimsókninni stóð. Annars vegar íslenska geitin og hins vegar íslenska skyrið. „Sem staðfestir gagnvart heiminum öllum gildi þessara afurða og verðmæti í menningararfi Íslendinga, uppskriftin um alvöru skyr (ekki jógúrt) er þá varðveitt,“ segir í tilkynningu Slow Food Reykjavík.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is