Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2015 01:58

Blikur á lofti í makrílveiðum

Miklu minni kraftur er í makrílveiðum Íslendinga það sem af er sumri ef borið er saman við síðustu vertíð í fyrrasumar. Nú fyrir helgi var alls búið að veiða um tíu þúsund tonn. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn orðinn nær helmingi meiri eða 18 þúsund tonn. Þá höfðu 26 smábátar alls landað 200 tonnum. Aflaskrá Fiskistofu gefur upp að nú séu smábátar hins vegar aðeins búnir að landa 2,3 tonnum í það heila. Mikil óvissa er bæði um markaði og verð fyrir makrílinn. Einn stærsti kaupandi landsins á makríl af smábátum ætlar ekki að kaupa neinn slíkan afla af bátaflotanum í ár. Framkvæmdastjóri þess fyrirtækis segir að flestir mikilvægustu markaðir séu nú lokaðir, eða svo gott sem, og kaupi ekki makríl frá Íslandi.

 

Ítarlega er fjallað um makrílmálin í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is