18. júlí. 2015 02:56
Með lægð af köldum uppruna, sem fer suður yfir landið i nótt og fyrramálið, er reiknað með að það hvessi talsvert um landið vestanvert. Spáð er snörpum hviðum og hliðarvindi 30-35 m/s á sunnanverðu Snæfellsnesi frá því í nótt og fram á morguninn, en síðan lægir heldur. Á Kjalarnesi má einnig snemma í fyrramálið búast við hvössu veðri, en þar lægir líkast til eftir klukkan 9 í fyrramálið.
Austanlands mun snjóa ofan um 700 metra og á Fjarðarheiði er þannig gert ráð fyrir krapa í fyrramálið.