Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júlí. 2015 09:17

Myndir: Ljósmyndasýning um Björgvin bónda á Fossá í Hvalfirði

Húsfyllir var í allan gærdag í gamla íbúðarhúsinu að Fossá í Kjós Hvalfirði. Þar er nú um helgina haldin ljósmyndasýning til að minnast Björgvins Guðbrandssonar bónda á Fossá. Sýndar eru myndir frá heimilislífinu á bænum sem teknar voru á síðustu öld. Þessi sýning er haldin í tengslum við sveitahátíðina Kátt í Kjós sem fór fram í gær, laugardag.  

 

"Við höfum safnað saman ljósmyndum úr einkasöfnum, bæði svarthvítum og litmyndum, og setjum þær upp hér í gamla íbúðarhúsinu á Fossá. Svo er boðið upp á kaffi og með því í eldhúsinu í kjallara hússins þar sem svo margir áttu leið um á árum áður," segir Finnbogi Björnsson ljósmyndari frá Ingunnarstöðum en hann er einn þeirra sem skipulagt hafa sýninguna.  

 

Björgvin á Fossá var fæddur í Hækingsdal í Kjós 11. ágúst 1906 þar sem foreldrar hans bjuggu. Hann þótti með eindæmum fjárglöggur maður, áhugamaður um húsdýrahald og með næmt auga fyrir ástandi skepnanna, ekki síst sauðfjár. Björgvin starfaði 1937-1939 á vegum sauðfjársjúkdómanefndar og fór um landið til að kanna útbreiðslu mæðiveiki.  Vorið 1939 tók hann jörðina að Fossá í Hvalfirði á leigu ásamt Helga bróður sínum.  Seinna keyptu þeir jörðina. Bræðurnir kvæntust aldrei en héldu ráðskonur.

 

Fossá var í alfaraleið þar sem vegurinn um Hvalfjörð lá nánast um hlaðið þar til hann var færður niður að sjó. Margir komu þar við og gestristni þótti við brugðið. Heimilisfólkið á Fossá átti þannig fjölda vina og var þekkt víða um land. Gestabækur voru haldnar á bænum frá 1959 þar til yfir lauk og eru þær í dag mjög merkar heimildir um gestaganginn og umferðina landveginn til og frá Vesturlandi.

 

Sjálfur er Björgvin talinn einn eftirminnilegasti Kjósverjinn og Hvalfirðingurinn á 20. öld. Hann var sterkur persónuleiki sem vakti athygli, ekki síst þegar réttað var í Kjósarrétt, sem ávallt heyrði til stórviðburða hvers árs. Enn í dag muna margir eftir Björvini við fjárrag og hávær orðaskipti við sveitunga sína og ýmsa bændur víða að þar sem stutt var í glaðværðina.

 

Helgi bróðir Björgvins lést 1967. Björgvin bjó áfram á jörðinni. Árið 1974 seldi hann jörðina Skógræktarfélagi Kjósarsýslu og Kópavogs en mátti búa á henni áfram á meðan hann kaus að gera slíkt. Sjálfur vildi hann sjá að Fossárjörðin yrði helguð skógrækt og í dag er þar myndarlegur skógur og fagurt útivistarsvæði. Björgvin lést á Reykjalundi 9. janúar 1988.  

 

Sýningin um Björgvin á Fossá verður einnig opin í dag sunnudag, frá klukkan 13 til 17. Hún er sem fyrr segir segir í gamla íbúðarhúsinu á Fossá þar sem Björgvin og hans fólk bjuggu.   

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is