Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júlí. 2015 10:47

Skagamenn jöfnuðu gegn Íslandsmeisturunum manni færri

Leikmenn ÍA mættu Íslandsmeisturum Stjörnunnar í tólftu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á gervigrasinu í Garðabænum síðastliðinn laugardag. Heimamenn í Stjörnunni byrjuðu mun betur í leiknum, sóttu stíft og það kom í hlut Skagamanna að verjast bróðurpart fyrri hálfleiks. Þeir fengu þó mjög gott færi á 17. mínútu eftir langa aukaspyrnu frá vinstri. Jón Vilhelm Ákason skrúfaði boltann inn á teiginn þar sem Ármann Smári reis manna hæst í teignum, skallaði boltann niður og í átt að marki en Gunnar Nielsen í marki Stjörnunnar varði glæsilega og varnarmaður kom boltanum frá áður en Ármann náði til hans aftur. Eftir þetta færi var svipað upp á teningnum og verið hafði, Stjörnumenn sóttu stíft, Skagamenn voru mikið til á sínum vallarhelmingi og mark lá í loftinu. Það var svo á 38. mínútu sem Ólafur Karl Finsen fékk boltann rétt fyrir utan vítateig. Hann hefði geta skotið að marki en kaus að gera það ekki. Þess í stað hófst hann handa við að rekja boltann framhjá varnarmönnum ÍA. Ólafur komst framhjá fjórum áður en hann lét skotið ríða af hægra megin úr teignum, beint í fjærhornið og sá til þess að Stjörnumenn höfðu forystu þegar flautað var til hálfleiks.

 

 

Síðari hálfleikur hófst þar sem þeim fyrri lauk. Stjörnumenn voru betra liðið á vellinum en sköpuðu sér engin afgerandi marktækifæri framan af. Á 63. mínútu urðu Skagamenn fyrir því áfalli að missa Albert Hafsteinsson af velli með sitt annað gula spjald. Stjörnumenn héldu áfram að sækja en það voru Skagamenn sem jöfnuðu gegn gangi leiksins á 76. mínútu. Jón Vilhelm átti þá frábæra stungusendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar á Garðar Gunnlaugsson. Hann tók boltann með sér og hnitmiðað skot hans frá vítateigsjaðrinum hafnaði í fjærhorninu.

 

Jöfnunarmarkið virtist slá heimamenn út af laginu, þeim gekk illa að finna sig og leikur þeirra varð tilviljanakenndur. Þegar fimm mínútur lifðu leiks fengu þeir hins vegar vítaspyrnu. Halldór Orri Björnsson steig á punktinn en boltinn small í stönginni og út. Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli og Skagamenn ná því dýrmætu stigi gegn Íslandsmeisturunum sem enn hafa ekki sigrað leik á heimavelli í sumar.

 

Úrslitin þýða að Skagamenn sitja í áttunda sæti deildarinnar með 13 stig eftir tólf leiki. Næst taka þeir á móti Leikni á Akranesvelli sunnudaginn 26. júlí. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á vef Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is