Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júlí. 2015 09:01

Næsta umferð Íslandsmótsins ekin um helgina

Veður og færð hafa ekki verið rallýkeppendum hliðholt í sumar en fresta þurfti annarri umferð Íslandsmótsins, sem fram átti að fara í byrjun júlí, vegna snjóa á fyrirhuguðum akstursleiðum. Hins vegar er veður og færð ákjósanleg í Skagafirði um þessar mundir og mun Bílaklúbbur Skagafjarðar standa fyrir þriðju umferð mótsins dagana 24.-25. júlí næstkomandi. Keppnin verður hörð í ár þar sem helstu rallýáhafnir landsins eru skráðar til leiks og ljóst að barist verður um verðlaunasætin en þau gefa dýrmæt stig í keppninni um Íslandmeistaratitilinn. Valdimar Jón Sveinsson og Skapti Skúlason eru í fyrsta sæti eftir fyrstu umferðina með 20 stig en TímON-félagarnir Baldur Haraldsson úr Skagafirði og Aðalsteinn Símonarson úr Borgarnesi í öðru sæti með 15 stig. Baldur og Aðalsteinn mæta vel undirbúnir til leiks með sigur frá því í fyrra í reynslubankanum, er ljóst að þeir ætla sér sigur í ár.

 

 

Valdimar og Skapti ætla sér einnig stóra hluti en báðar áhafnir fá harða keppni frá nokkrum fyrrum Íslandsmeisturum, m.a. Henning Ólafssyni og Árna Gunnlaugssyni, systkinunum Daníel og Ástu Sigurðarbörnum og Sigurði Braga Guðmundssyni og Ísak Guðjónssyni. Allar þessar áhafnir eru vanar að aka í Skagafirði og ljóst að spennandi verður að fylgjast með keppninni. Keppnin hefst föstudaginn 24. júlí kl 18:00 en ekið verður um Þverárfjall og Sauðárkrókshöfn í fyrsta áfanga. Eru báðar þessar leiðir eru áhorfendavænar og hæfilega stuttar til að koma keppendum „í gírinn.“ Að því loknu verður ný rásröð gefin út, þ.e. sú áhöfn sem hefur bestan tíma eftir föstudagskvöldið hefur keppni á laugardagsmorgun. Fyrsta sérleið laugardagsins er um Mælifellsdal og er hún rúmlega 23 km löng. Sú leið verður ekin tvisvar og því nauðsynlegt að halda góðri einbeitingu alla leiða þar sem heildarlengd keppninnar er rétt um 100 km. Að loknum Mælifellsdal verður haldið yfir í Vesturdal en það er önnur lengsta leið keppninnar, rúmir 10 km. Þar þurfa keppendur m.a. að aka yfir eina á en það getur verið flókið þegar keppnisskapið er komið í hæstu hæðir. Síðasta sérleiðin er síðan hin vinsæla leið um Nafir sem eru í útjaðri Sauðárkróksbæjar. Byrjar leiðin í iðnaðarhverfinu nyrst í bænum, liggur síðan í gegnum beitarsvæði hrossa og kinda uppi á Nöfum og endar skammt frá golfskálanum. Keppninni lýkur síðan með tilkynningu úrslita við Skagfirðingabúð kl 16:00 en hægt er að fylgjast með framvindu keppninnar á heimasíðu Bílaklúbbsins bks.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is