Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júlí. 2015 12:05

Utanríkisráðherra telur að Ísland eigi að íhuga að draga úr hvalveiðum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er þeirrar skoðunar að Íslendingar eigi að íhuga það að draga úr hvalveiðum til að mæta þannig gagnrýni á veiðarnar á alþjóða vettvangi. Þetta kemur fram í viðtali við ráðherrann sem birtist í nýjasta tölublaði Skessuhorns.

 

Veiðar á langreyðum eru stundaðar frá Vesturlandi sem er í kjördæmi utanríkisráðherra þar sem hann er 1. þingmaður. Skorað hefur verið á bandarísk stjórnvöld að herða aðgerðir gegn Íslandi vegna hvalveiðanna.

 

„Við hér í utanríkisráðuneytinu verðum vör við það frá fyrstu hendi á fundum sem við sækjum að Ísland er stundum litið hornauga vegna þessara veiða. Við eigum þó mjög gott samstarf við Bandaríkin í það heila þó hvalveiðarnar standi í vegi fyrir ákveðnum hlutum. Okkur hefur ekki verið boðið á suma fundi og ráðstefnur sem varða málefni hafsins. Þó finnst mér ég merkja breytingu á þessu núna, enda reynum við að velta upp lausnum, færum rök fyrir okkar málflutningi og gerum ekki lítið úr áhyggjur þeirra. Við eigum ekki að gefa eftir réttinn til að nýta þessa auðlind frekar en hverja aðra. En það er umhugsunarefni fyrir okkur hvort við ættum ekki að koma til móts við alþjóða hvalveiðiráðið til að mynda með því að veiða færri hvali árlega en við gerum nú,“ segir Gunnar Bragi í viðtalinu við Skessuhorn.

 

Alls er heimilt að veiða 154 langreyðar og 229 hrefnur á yfirstandandi hvalvertíð á Íslandi.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is