21. júlí. 2015 11:28
Eins og komið hefur fram í fréttum ákvað Olís að bjóða upp á sölu áfengra drykkja í bensínstöðvum sínum í aðdraganda Verslunarmannahelgar. Þetta tiltæki fer illa í forvarvarnafulltrúa, líkt og lesa má í tilkynningu frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum sem þau óska birta í fjölmiðlum. Þau segja: „Í stað þess að styðja með ráðum og dáð bætta umferðarmenningu, stuðla að umferðaröryggi, ekki síst hvað varðar okkar yngstu ökumenn, sem margir hverjir verða á ferðinni um Verslunarmannahelgina, þá efnir Olís til sérstakra áfengishátíða á bensínstöðvum sínum fyrir þennan sama hóp þessa mestu ferðahelgi ársins! Einstaklega ósmekklegt og óábyrgt.“