Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2015 06:01

Kyndilberar friðar hlaupa um Vesturland

Hlauparar í Sri Chimnoy friðarhlaupinu eru nú staddir á Vesturlandi. Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup, eingöngu skipulagt af sjálfboðaliðum. Fyrsta hlaupið var farið árið 1987 og hefur Ísland tekið þátt frá upphafi. Fram að aldamótum var hlaupið haldið annað hvert ár en undanfarin skipti hefur það verið haldið árlega. Tilgangur þess er að efla frið, vináttu og skilning manna á milli. Sem tákn um það bera hlaupararnir friðarkyndil sem er borinn manna á milli í fjölmörgum byggðarlögum í yfir hundrað löndum.

Hlaupið hófst formlega hér á landi 29. júní þegar kveikt var á kyndlinum í ísgöngunum í Langjökli. Í gær voru hlaupararnir staddir vestur á Reykhólum og höfðu þegar lagt um 2300 km að baki. Þaðan lá leið þeirra í Búðardal og svo var haldið í Stykkishólm. Í dag fara þeir að Hellissandi, yfir Fróðárheiði og að Búðum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þaðan liggur leiðin á Akranes, með viðkomu í Borgarnesi á morgun. Á föstudag hyggjast þátttakendur synda yfir Hvalfjörð frá Katanesi að Eyrarkoti og hlaupa þaðan sem leið liggur til Reykjavíkur þar sem lokaathöfn hlaupsins verður haldin fyrir framan Alþingishúsið.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is