Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júlí. 2015 08:29

Gróðureldur slökktur við Grábrók í kvöld

"Þetta var ekkert alvarlegt. Þarna logaði í mosi og birki. Talað var um að þarna hafi verið par á göngu skömmu áður en ekkert hægt að sanna. Það gæti hafa kviknað í út frá sígarettu eða einhverju öðru. Við náðum strax að hefta útbreiðsluna og slökkva síðan í þessu," segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar. Fyrr í kvöld var lið hans kallað út til að slökkva gróðureld við Grábrók í Norðurárdal.

 

Bjarni segir að nú ríki hreint skelfingarástand á Vesturlandi. "Það er allur gróður skraufaþurr. Við erum drullusmeykir við þetta. Þú sást nú útlendinginn sem lét sér detta í hug að kveikja í klósettpappírnum við Biföst um daginn," segir slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar. 

 

Þarna vísar hann til þess þegar eldur kviknaði í hrauninu eftir að ferðalangur hafði gengið örna sinna úti í guðsgrænni náttúrunni og síðan borið eld að sínum útfylltu eyðublöðum. Afleiðingarnar hefðu getað orðið hrikalegar ef ekki hefði komið til snarræði slökkviliðsmanna Borgarbyggðar. Atvikið sem fyrst var greint frá í Skessuhorni vakti þjóðarathygli og hefur jafnvel ratað á síður erlendra fjölmiðla.

 

"Staðan er núna þannig að grámosinn er gegnþurr. Hann fuðrar bara upp ef það kemst eldur í hann. Það er búinn að vera endalaus þurrkur. Þessar rigningarskvettur sem hafa komið hafa bara ekkert að segja. Það liggur stór hæðarhlussa yfir Grænlandi sem heldur öllum lægðunum frá okkur, beinir þeim suður frá landinu. Það má lítið út af bera nú til að eitthvað alvarlegt gerist, tala nú ekki um ef eldur kemst í skógræktarland þar sem er gróinn botn. Hið sama á við um mosa og lyng."

 

Bjarni segir að nú sé mikilvægt að fólk fari varlega með eld og sýni ítrustu aðgát. "Ég vil sérstaklega nefna þessi einnota grill, að fólk hendi þeim ekki hvar sem er, slökkvi vel og passi sig á allri glóð."

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is