Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2015 09:58

Myndir: Nýr og öflugur bryggjukrani kemur til Grundartanga

Hollenska flutingaskipið Happy Dover kom til hafnar í Grundartanga um kvöldmatarleytið í gærkvöldi með nýjan og öflugan krana sem sinna á uppskipun og útskipun í Grundartangahöfn. Kraninn verður annar af tveimur stærstu sinnar tegundar hér á landi og mun geta lyft tveimur 20 feta gámum í einu.

 

Kraninn er í eigu Eimskipa. Hann verður rafknúinn og því verður útblástursmengun frá honum í lágmarki. Eimskip hafa keypt tvo krana af þessari gerð. Happy Dover skilaði öðrum þeirra af sér við álverið á Reyðarfirði og tók þaðan eldri hafnarkrana og flutti til Reykjavíkur. Sá krani á að leysa af kranann Jaka sem þjónað hefur dyggilega í Sundahöfn um árabil. Jaki fer í yfirhalningu og verður síðan fluttur til Færeyja þar sem hann verður nýttur í framtíðinni.

 

Nýja hafnarkrananum verður skipað upp í Grundartanga í dag.  

 

"Koma þessa krana er mikil tímamót fyrir Grundartangahöfn. Hingað til hefur verið treyst á skipakranana í uppskipunum og útskipunum þar og það getur verið seinlegt. Með þessum nýja krana er þannig verið að auka verulega afkastagetu Grundartangahafnar. Í raun er þetta undirstrikun á því mikla vörumagni sem fer í gegnum Grundartanga og er vaxandi," segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna.

 

Gísli segir að koma nýja hafnarkranans sé hluti af ákveðinni framtíðarsýn sem nú sé að taka á sig stöðugt skýrari mynd. "Við sjáum fyrir okkur að Sundahöfn í Reykjavík og Grundartangi í Hvalfirði munu spila miklu meira saman á komandi árum þegar kemur að innflutningi og útflutningi. Nýji kraninn opnar möguleika til að skipta flutningum meira en verið hefur þannig að þungavörur og plássfrekar fari frekar í gegnum Grundartanga en hitt um Sundahöfn. Í þessu sambandi má líka nefna að Eimskip hafa fengið úthlutað þremur lóðum á Grundartanga þar sem fyrirtækið hyggst reisa vöruhótel. Koma nýja hafnarkranans er einn eitt merkið um það hvernig menn horfa á þróunina hér við Faxaflóann. Þar eru að mínu mati framundan bæði skynsamlegar og jákvæðar breytingar," segir Gísli Gíslason hafnarstjóri.

 

Meðfylgjandi ljósmyndir sem fletta má hér fyrir ofan sýna þegar Happy Dover sigldi með nýja kranann inn Hvafjörð í gærkvöldi og lagðist að bryggju í Grundartanga.   

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is