Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2015 11:45

Nýstárleg virkjun reist á Vesturlandi

Nú standa yfir framkvæmdir við nýja vatnsaflsvirkjun í Svelgsá í Helgafellssveit. Hún á að heita Mosvallavirkjun.

 

„Við höfum verið að störfum hér síðan í byrjun júní. Þá var gerður vegslóði hingað upp með ánni. Nú erum við að leggja aðfallspípuna niður að túrbínunni. Pípan er 1.780 metra löng og 600 millimetrar í þvermál. Hún verður öll í jörðu og ekki sýnileg. Fallhæðin á vatninu verður 150 metrar. Skipavík í Stykkishólmi er svo að smíða 100 fermetra stöðvarhús þar sem raforkuframleiðslan mun fara fram. Þetta hús verður mjög smekklegt, húðað að utan með svörtum steinefnum þannig að það mun samsvara sér mjög vel með landinu og hrauninu sem er hér í nágrenninu. Við reynum að skipta sem allra mest við heimamenn hér í Stykkishólmi og nágrenni á meðan framkvæmdum stendur,“ segir Ásgeir Mikkaelsson framkvæmdastjóri. Hann hefur umsjón með daglegum framkvæmdum við gerð hinnar nýju Mosvallavirkjunar.

Ásgeir segir að hönnun Mosvallavirkjunar sé nýmæli á Íslandi. Settar eru upp sérstakar inntaksstíflur fyrir pípu virkjunarinnar sem eru mjög fyrirferðarlitlar. Þetta er mikill munur frá því sem hefur tíðkast hingað til, þegar vatnsaflsvirkjanir eru annars vegar, þar sem menn hafa búið til stórar stíflur og lón sem fært hafa land og kaf og þannig breytt ásýnd umhverfisins.

 

„Þessi aðferð sem við notum hér er kölluð Coanda-aðferðin. Við notum hana hér í samvinnu við Orkusjóð og Verkís. Þessi nýja aðferð til að safna vatni er mjög áhugaverð og verður spennandi að fylgjast með hvernig hún gefst. Coanda-aðferðin byggir á því að sett er smástífla í ána. Svo rennur yfirfallið af þessari stíflu yfir rist og í stokk sem síðan leiðir það í pípuna. Þetta er þannig miklu minna inngrip í náttúruna heldur en þegar virkjað er með hefðbundnum hætti. Coanda-aðferðin hefur meðal annars verið notuð í Noregi og í Kanada,“ útskýrir Ásgeir. Hann bætir við að ef þessi aðferð reynist vel í Svelgsá gæti hún opnað möguleika á virkjunum víðar í minni ám víða um land.

 

Sjá nánar umfjöllun um hina nýju Mosvallavirkjun í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is