Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2015 08:00

Bæjarhátíðin Á góðri stund haldin í Grundarfirði um helgina

Um helgina halda Grundfirðingar bæjarhátíð sína sem heitir „Á góðri stund í Grundarfirði.“ Kristín Lilja Friðriksdóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir að þar verði hverfum bæjarins skipt í mismunandi liti. „Þetta er hefð sem hefur verið frá 2005. Hverfin fá litina gulur, rauður, grænn og blár. Þau keppast um að skreyta sem mest og best. Síðan keppa hverfin einnig sín á milli í pílukasti og körfubolta. Einnig verður valið um best skreytta húsið,“ segir hún.

 

Sjálf bæjarhátíð hefst með svokölluðu þjófstarti á fimmtudagskvöld. Þá verður haldin grillveisla í boði Samkaupa. Söngkonurnar Regína Ósk og Sigga Beinteins mæta og flytja lög sem Tina Turner hefur gert fræg í gegnum tíðina. Síðan kemur Kári Viðarsson Frystiklefastjóri úr Rifi og spilar sem trúbador. Allt þetta verður í veislutjaldi sem reist er á hafnarsvæðinu.

 

„Á föstudag fáum við svo Íþróttaálfinn og Sollu Stirðu úr Latabæ í heimsókn. Síðan er hin svokallaða Froðugáma sem slökkviliðið sér um í boði Saltkaupa. Þar er froðu sprautað á dúk og síðan geta allir verið með í partíi og hlustað á tónlist. Óli Siggi og Sjöfn, hjón sem búa hér að Gröf I, ákváðu að bjóða upp á tónleika í garðinum hjá sér. Þar munu grundfirskir tónlistarmenn koma fram. Um kvöldið er svo ball í veislutjaldinu á hafnarsvæðinu.“

 

Á laugardaginn verður svo ýmislegt til skemmtunar. „Það er dorgveiði á bryggjunni klukkan 10, fjölskylduskemmtun í boði Soffaníasar Cesilssonar klukkan 13, Lionsklúbburinn selur fiskisúpu, það verða hoppukastalar og ýmislegt fleira í boði fyrir börnin. Um kvöldið eru skrúðganga og bryggjuball með Sálinni hans Jóns míns. Hátíðinni lýkur með því. Það er engin dagskrá á sunnudeginum,“ segir Kristín Lilja.

 

„Þetta er fyrst og fremst fjölskylduhátíð. Hér verður fíkniefnahundur sem vonandi skemmtir sér jafn vel og aðrir og þarf ekkert að vinna,“ hlær hún við að lokum.

 

Spáð er góðu veðri í Grundarfirði um helgina, að vísu skýjuðu en úrkomulausu og þokkalega hlýju veðri. Fræðast má nánar um dagsrká og gang hátíðarinnar á Facebook-síðu hennar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is