Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2015 03:00

Kerfisstjóri og sjúkraflutningamaður

„Ég byrjaði hér í maí. Þar áður var ég í Omnis í níu ár og líkaði það mjög vel. En það var einhvern veginn tímabært að breyta til. Starfið á HVE er mjög krefjandi og að mörgu sem þarf að huga. En hér er frábært fólk á öllum vígstöðvum og rosalega góður andi í öllu húsinu,“ sagði Fannar Sólbjartsson, kerfisstjóri og sjúkraflutningamaður á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, þegar blaðamaður tók hann tali í síðustu viku.

 

Nýlega var bætt við annarri stöðu kerfisstjóra á HVE og tók Fannar við henni. Nú eru kerfisstjórarnir tveir og hafa átta staði á Vesturlandi á sínu verksviði. Í starfinu felst að sögn Fannars meðal annars bæði notendaþjónusta og utanumhald um netkerfi og netþjóna.

 

„Það er mikið lagt upp úr vörnum varðandi öryggi gagna. Hér eru hýst trúnaðargögn, sjúkraskýrslur og annað slíkt. Einnig leggjum við mikið upp úr aðgangsstýringum á HVE. Allir sem vinna hérna fá kort þar sem stendur hvar þeir hafa aðgang og þeir komast þá aðeins á þá staði,“ segir Fannar og bætir því við að einnig þjónusti þeir til dæmis símkerfi og röntgentæki stofnunarinnar.

 

„Röntgentækin eru öll tengt tölvum svo hægt sé að lesa af þeim. Það er keyrt á Windows-stýrikerfinu. Þjónustuaðilar eru á tækin sem sjá um yfirferð á græjunum en við hugsum um allt annað,“ segir Fannar.

Að sögn Fannars hefur verið mikið gert af því upp á síðkastið að skipta út vélbúnaði á vegum HVE. „Við höfum skipt vélum mikið út upp á síðkastið. Svæðið telur tæplega 300 útstöðvar og auðvitað ekki skipt um allt í einu. Það er byrjað á ákveðnum álagspunktum og við höfum náð að halda öllu í lagi þar en aðrir sitja kannski aðeins á hakanum fyrir vikið. Við reynum að gera það sem hægt er að gera,“ segir hann og nefnir í því samhengi að alltaf sé sami barningurinn í fjármálunum hjá stofnunum eins og HVE. „Mikil vinna hjá stjórnendum fer í að berjast fyrir peningum. Þeir hafa gert það mjög vel. En allt hérna miðlara megin í kerfinu okkar er alveg tip top. Þannig að það er passað vel upp á hjartað í starfseminni.“

 

Sjá nánar viðtal við Fannar Sólbjartsson í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is