Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2015 07:00

Ungir Hólmarar slá í gegn með fiski og frönskum

Í júní hóf veitingavagninn Finsens fish & chips starfsemi sína á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Hann vekur athygli fyrir að vera nýjung í veitingaflóru, bæði í Stykkishólmi en einnig á Vesturlandsvísu. Þetta er fyrsti, og enn sem komið er að minnsta kosti, eini vagninn sem selur fisk og franskar og sérhæfir sig í sölu á slíkum mat. Þetta er reyndar mjög þekktur réttur víða erlendis, ekki síst á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu. Hjá Bretum kallast þetta „fish and chips“ og er hefur allt frá 19. öld verið vinsæll skyndibiti þar.

 

Það eru þau Bjarki Hjörleifsson og Jónína Riedel sem eiga og reka Finsens-vagninn. Fyrir eiga þau og reka pítsustaðinn Stykkið. „Við erum búin að ganga með þá hugmynd nokkuð lengi að vera með eitthvað meira en Stykkið. Okkur langaði til að bæta við flóruna í veitingarekstri hér í Stykkishólmi og gera það á einfaldan máta. Fyrst héldu allir að ég væri að grínast þegar ég talaði um hugmyndina um að koma á fót veitingavagni sem seldi fisk og franskar. Margir skynjuðu fyrst að okkur væri alvara þegar við vorum búin að kaupa þennan vagn og koma honum fyrir hérna á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi,“ segir Bjarki.

 

Það voru fregnir af velgengni í rekstri sams konar veitingavagns á Húsavík sem fékk þau Bjarka og Jónínu til að gera alvöru úr hugmyndinni. „Ég heyrði fregnir af manni sem hafði tekið upp á því að selja fisk og franskar við Húsavíkurhöfn. Það gengi víst alveg stórvel. Þá ákváðum við að láta vaða. Við fengum stöðuleyfi hjá bænum og pöntuðum vagninn. Hann er nýsmíði frá fyrirtæki í Reykjavík. Það tók hins vegar tíma að fá hann tilbúinn og merktan eins og við vildum hafa hann. Þess vegna opnuðum við tiltölulega seint í sumar,“ útskýrir Bjarki en Finsens opnaði 26. júní síðastliðinn. 

 

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við þennan unga athafnamann í Stykkishólmi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is