Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2015 05:00

Opnun nýrrar efnagreiningastofu í uppsiglingu

Eins og fram kom í Skessuhorni síðastliðið haust stendur til að opna nýja efnagreiningastofu á Hvanneyri. Nú er stofan að verða að veruleika og eru hjónin Elísabet Axelsdóttir og Arngrímur Thorlacius langt komin með undirbúning og stefnt að opnun í lok ágúst.

 

Elísabet er framkvæmdastjóri en hún á einnig stærsta hlut fyrirtækisins. Arngrímur mun taka að sér hlutastarf hjá fyrirtækinu en hann mun halda áfram í sinni vinnu sem dósent hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Elísabet er búfræðingur frá Hvanneyri og stundaði hún einnig nám í Viðskipta- og tölvuskólanum. Hún starfaði í samtals tíu ár sem bústjóri á tveimur búum á Suðurlandi, þar sem hún fór með mannahald og sá um bókhald.

 

Síðustu 13 árin hefur hún starfað við efnagreiningar á efnagreiningastofu Landbúnaðarháskólans. Þeirri stofu var lokað um síðustu áramót. Henni var boðið annað starf hjá skólanum en ákvað að þiggja það ekki. „Vinnan mín var svo fjölbreytt og skemmtileg og mér fannst alveg ómögulegt að einhver gæti sagt mér að hætta að vinna við það sem ég hef svona gaman að. Ég tók því þá ákvörðun að demba mér út í þetta verkefni, frekar en að þiggja annað starf innan skólans. Þetta gerði ég á bjartsýninni einni saman,“ segir Elísabet og brosir.

 

Sjá viðtal við Elísabetu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is