Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2015 09:00

Segir að enginn hafi spurt íslenska leirinn hvað hann vildi vera

Við Aðalgötu 20 í miðjum Stykkishólmsbæ stendur hvítt hús á tveimur hæðum. Stórar dyr á hlið þess benda til þess að þarna sé einhvers konar atvinnuhúsnæði. Skilti á veggnum segir hins vegar að þarna sé til húsa starfsemi sem kallast Leir 7. Þegar litið er inn fyrir kemur í ljós að hér eru fjölbreytt umsvif. Húsnæðið geymir vinnustofu og gallerí Sigríðar Erlu Guðmundsdóttir. Hún er leirkerasmiður og vinnur nánast eingöngu úr íslenskum leir. Þarna má líka sjá hvernig leirinn verður að keramiki. Einnig stendur nú yfir áhugaverð og skemmtileg myndlistasýning sem nefnist Núningur-Snúningur. Við tókum hús á Sigríði Erlu í Leir 7.

 

Við skoðum bæði húsakynnin og sýninguna hjá Leir 7. Þarna er margt góðra gripa. Sýningin vekur athygli. Hún byggir á því að átta myndlistamenn hafa hver um sig valið einn keramikhlut til að vinna út frá í tvívíða mynd á vegg. Keramikið sem er hvati myndanna er á sýningunni. Áhugavert er að sjá og upplifa hve ólíkt myndlistarmennirnir nálgast hinn þrívíða hlut sem stendur hjá. Sýningarstjóri er Helgi Þorgils Friðjónsson en hann valdi saman hópinn sem sýnir hér. „Síðast liðin þrjú sumur hefur Leir 7 staðið fyrir sýningum. Allir sýnendur hafa átt það sameiginlegt að vinna verkin með eigin höndum í það efni sem þeir best þekkja. Aðaláhersla hefur þó verið á keramik. Þetta eru ekki sýningar á ákveðinni hönnun heldur verk einstaklinga,“ segir Sigríður Erla. 

 

Í Skessuhorni vikunnar er opnuviðtal við Sigríði Erlu sem vinnur verk sín úr íslenskum leir frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Þar talar hún meðal annars um leirinn sem er merkilegt hráefni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is