Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2015 01:58

Segir að yfirlýsing Gunnars Braga um hvalveiðar bendi til stefnubreytingar Íslands

Viðtal Skessuhorns við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hefur borist Paul Watson forsprakka bandarísku samtakanna Sea Shepherd til eyrna.

 

Sea Shepherd hafa um árabil barist gegn hvalveiðum og sökktu á sínum tíma tveimur bátum Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. Í viðtalinu sagði Gunnar Bragi að Íslendingar eigi að hugleiða að draga úr hvalveiðum og koma þannig til móts við gagnrýni erlendis. Paul Watson skrifar um þessi ummæli á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann að yfirlýsing íslenska utanríkisráðherrans bendi til þess „....að Ísland sé loksins að endurskoða stefnu sína í hvalveiðimálum.“

 

Sea Shepherd hefur í sumar haft tvö skip og hóp fólks í Færeyjum þar sem reynt hefur verið að trufla grindhvalaveiðar eyjaskeggja. Watson segir á Facebook-síðu sinni að Sea Shepherd hafi þó ekki gleymt Íslendingum alfarið. Samtökin vinni nú að því að stöðva flutninga á langreyðakjöti til Japan um lögsögu Rússlands. Á sama tíma bíði samtökin þess að diplómatískar aðgerðir gegn Íslandi út af hvalveiðum þar beri tilætlaðan árangur. Frekari íhlutun samtakanna gæti skemmt fyrir í þeim efnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is