Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2015 10:00

Tonn af málningu þarf til að þekja sementsturnana

Samhliða sólskini undanfarinna vikna kemur fæstum á óvart þótt húð þeirra dökkni örlítið á þeim svæðum sem sólin fær að sleikja hana. Raunar má ætla að allflestir taki smá lit þegar sól skín í heiði. Sementsturnarnir á Akranesi eru þar engin undantekning, en þeir fá lit sinn þó með öðrum hætti en við sem erum af holdi og blóði. Í sumar hafa starfsmenn fyrirtækisins Fasteignaviðhalds nefnilega unnið hörðum höndum við að mála efnisturna gömlu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi.

 

„Þetta gengur bara mjög vel. Við erum farnir að sjá fyrir endann á þessu,“ sagði Rúnar Þór Sigurðsson, málari hjá Fasteignaviðhaldi, þegar blaðamaður spjallaði við hann fyrir helgi. Um þriggja ára verkefni er að ræða. Tveir turnanna voru málaðir í fyrra og stefnt er að því að ljúka málun á seinni tveimur fyrir miðjan ágúst næstkomandi. Pökkunarhúsið verður svo málað næsta sumar.

Að sögn Rúnars þurfti að ljúka töluverðu múrbroti áður en hægt var að hefjast handa við að mála. „Þetta var náttúrulega aldrei málað á sínum tíma, nema bara þessar rendur sem einhvern tímann voru málaðar á turnana. Þannig að múrinn hefur bara fengið að kenna á því alla tíð,“ segir hann.

 

Turnarnir fjórir eru 25 metra háir og mikið magn af málningu þarf til verksins. Að sögn Rúnars er öll málningin í tíu lítra fötum. Hana sé hægt að fá í stærri tunnum en þau ílát segir hann ómeðfærileg, því hafi föturnar orðið fyrir valinu. „Mig minnir að það þurfi um það bil 240 lítra af málningu á hvern turn. Það eru því ansi margar tíu lítra fötur sem hafa farið í þetta allt saman,“ segir Rúnar, léttur í bragði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is