Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2015 12:00

Ný landbúnaðarafurð hér á landi

Hraundís Guðmundsdóttir ilmolíufræðingur er að hefja framleiðslu á ilmkjarnaolíum. Hún er fyrst hér á landi til að hefja slíka framleiðslu. Hún útskrifaðist sem ilmolíufræðingur árið 2008 og hefur síðan átt þann draum að framleiða olíur heima hjá sér á Rauðsgili í Borgarfirði. Áður en hún gat hafið framleiðslu þurfti hún að læra meira um verkferlið og þar sem ekki er mikil þekking um framleiðslu ilmkjarnaolía hér á landi varð hún að leita erlendis.

 

„Draumurinn var að komast í skóla í Frakklandi en það gekk ekki upp vegna tungumálaerfiðleika. Eftir margra mánaða leit á internetinu fann ég lítið fjölskyldufyrirtæki í Sedona í Arizona í Bandaríkjunum. Þau Max og Clare Licher reka fyrirtækið og þau tóku vel í að fá mig í heimsókn svo ég fór í eina viku í janúar á þessu ári. Gleðin var svo mikil að finna stað sem ég gæti fengið að læra verkferlið að ég pantaði farmiða út án þess að átta mig á því hvert ég væri að fara. Þegar ég áttaði mig á að ég væri á leið inn í miðja eyðimörk Arizona fór ég að hafa áhyggjur af því að þetta myndi ekkert nýtast mér,“ segir Hraundís og hlær við.  

 

Rætt er við Hraundísi Guðmundsdóttur í Skessuhorni vikunnar en hún að hefja ilmkjarnaolíuframleiðslu úr íslenskum plöntum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is