Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2015 12:30

Íslandsmótið í golfi hafið - Valdísi Þóru spáð sigri

Íslandsmótið í golfi hófst á Garðavelli á Akranesi í morgun. Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs Akraneskaupstaðar, sló fyrsta höggið eftir að Þórður Emil Þórðarson, formaður Golfklúbbsins Leynis og Eggert Ágúst Sverrisson, varaformaður Golfsambands Íslands, settu mótið með formlegum hætti.

Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá fer mótið fram dagana 23. júlí (í dag) til 26. júlí næstkomandi. Þar keppa allir bestu kylfingar landsins um Íslandsmeistaratitilinn, 30 í kvennaflokki og 120 í karlaflokki.

Á fréttamannafundi sem fram fór í gær voru birtar niðurstöður úr spá sérfræðinga um það hverjir komi til með að hampa Íslandsmeistaratitlinum í ár. Sérfræðingarnir telja Skagakonuna Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Golfklúbbnum Leyni sigurstranglegasta í kvennaflokki, á sínum heimavelli. Axel Bóassyni úr GK er spáð sigri í karlaflokki.

Valdís Þóra hefur tvisvar sinnum áður hampað Íslandsmeistaratitlinum, árin 2009 og 2012. Hún hefur leik á Íslandsmótinu klukkan 15:40 í dag.

 

 

Áhugasömum er bent á að hægt er að fylgjast með skori keppenda í beinni hér. Taflan uppfærist sjálfkrafa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is