Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2015 04:00

Páll Bergþórsson flytur erindi um Vínlandsgátuna í Snorrastofu

Páll Bergþórsson veðurfræðingur flytur erindi í Bókhlöðu Snorrastofu, næstkomandi laugardag 25. júlí 2015 kl. 13.

 

Fyrirlesturinn ber heitið Vínlandsgátan. Það sækir Páll til titils bókar sinnar Vínlandsgátan sem kom út 1997. Ýmsir hafa dregið mjög í efa heimildagildi Vínlandssagna og segist Páll hafa viljað láta reyna á þær með sem ýtarlegustum könnunum, einkum með því að rekja sennilegar slóðir Vínlandsfaranna, alls í fimm ferðum, fyrst 1996 en síðast til Nova Scotia í fyrrasumar 2014. Fyrirlesturinn fjallar um niðurstöður Páls úr þessum könnunarleiðöngrum og rannsóknum.  

 

Páll ólst upp í Fljótstungu í Hvítársíðu, en eftir nám í héraðsskólanum í Reykholti árið 1940 hvöttu kennararnir hann og aðstoðuðu til framhaldsnáms. Á Veðurstofu Íslands starfaði hann 1949 til 1993, þar af sem veðurstofustjóri fjögur síðustu árin. Í veðurfræðideild háskólans í Stokkhólmi var hann um tíma í námi og stundaði þar tölvugreiningu veðurkorta sem fyrst var notuð í heiminum til að reikna daglegar veðurspár árið 1955. Bók hans 1957, Loftin blá, var byggð á mörgum útvarpserindum og fjallaði að verulegu leyti um alþýðufræðslu um veður, en eftir hann hafa birst margar greinar um veður og loftslag. Hann var einn af þeim fyrstu sem fluttu veðurfregnir í sjónvarpi á Íslandi.

 

Eftir starfslok á Veðurstofu fór Páll margar ferðir á árunum 1996 til 2014 til að rannsaka slóðir Íslendinga sem reyndu landnám í Vínlandi fyrir þúsund árum. Um það efni snerist bók hans, Vínlandsgátan, árið 1997, og ensk þýðing hennar árið 2000, The Wineland Millennium.

 

Minna má á að Reykholtshátíð verður einnig haldin um helgina. Lesa má nánar um hana með því að smella hér.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is