Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júlí. 2015 06:00

Signý og Þórður Íslandsmeistarar í golfi 2015

Signý Arnórsdóttir úr Keili og Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Garðavelli á Akranesi. Þetta eru fyrstu Íslandsmeistaratitlar þeirra og settu þau bæði mótsmet.

 

Gríðarleg spenna var á lokahringnum í kvennaflokki þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni (GL) á Akranesi var aðeins einu höggi á eftir.

Signý var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn en hún lék á 69 höggum í dag eða -3 en Valdís Þóra hjó nærri vallarmetinu með því að leika á 67 höggum í dag eða -5. Signý lék hringina fjóra á +1 samtals en Valdís var höggi á eftir. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, sem hafði titil að verja, varð þriðja á +3 samtals en hún lék lokahringinn á 69 höggum eða -3.

Þetta er í fyrsta sinn sem Signý fagnar Íslandsmeistaratitlinum í golfi. Þetta er í 10. sinn sem kylfingur úr Keili sigrar á Íslandsmótinu í golfi. Besti árangur hennar fyrir þetta mót var 2. sætið árið 2009 og hún varð þriðja árið 2010.

Skorið hjá sigurvegaranum er það besta á Íslandsmóti frá því að skor keppenda var fært rafrænt inn á golf.is árið 2001.

Signý segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hún væri að pútta fyrir sigrinum. „Ég ætlaði bara að setja hann í. Ég hafði ekki hugmynd hvernig staðan var þannig að þetta var bara eins og hvert annað pútt úti á velli. Ég var alltaf að horfa á skorið hennar Ólafíu og vissi ekki hvar Valdís var. Það var fínt að ég vissi það ekki.“


„Rauða torfæran á þrettándu er búin að virka eins og segull á mig í mótinu. Það kom því mér ekkert sérstaklega á óvart að ég hafi farið í hana og það setti aðeins pressu á mig. Ég hélt svo bara áfram, var yfirveguð og róleg.“

Með fuglinum á 17. holu náði Signý forystu á ný og lagði grunn að sigrinum. „Ég er mjög ánægð með 17. holuna alla dagana, bjargaði góðu pari þar fyrstu tvo dagana og náði tveimur mjög góðum fuglum síðari tvo. Púttið áðan verður alltaf í minningunni,“ sagði Signý Arnórsdóttir.

Valdís Þóra var farin að búa sig undir bráðabana. „Ég átti svo sem alveg von á því, en hún setti gott pútt ofan í á sautjándu. Ég er mjög ánægð með mína spilamennsku í dag. Ég gerði ein mistök á níundu og missi fulgapútt á elleftu og tólftu. Það eru í raun og veru einu mistökin sem ég gerði. Annars spilaði ég fullkominn hring,“ sagði hún. "Talan er góð en mér líður ekkert vel. Ég missti of mörg pútt. Ég var að slá mjög nálægt og koma mér í færi en ég bara nýtti þau ekki."

Þrípútt á 16. holu reyndist Ólafíu dýrt á lokasprettinum. "Þetta datt ekki alveg hjá mér. Það hefði átt að vera í, allavega tvípútt. Það hefði sett meiri pressu á Signýju ef ég hefði komið inn aftur."


Lokastaðan hjá efstu kylfingunum í kvennaflokki:

1. Signý Arnórsdóttir, GK 289 högg (71-76-73-69) + 1

2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 290 högg (73-74-76-67) +2

3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 291 (74-75-73-69) +3
4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 297 högg (76-72-75-74) +9

5. Tinna Jóhannsdóttir, GK 298 högg (79-76-70-73) +10

6. Sunna Víðisdóttir, GR 299 högg (71-72-79-77) +11

7. Berglind Björnsdóttir, GR 301 högg (76-73-76) +13

8. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 304 högg (76-76-78-74) +16
9. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 305 högg (79-77-74-75) +17

Þórður Rafn Gissurarson úr GR fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í golfi í dag á Garðavelli á Akranesi. Hann setti jafnframt mótsmet með því að leika á 12 höggum undir pari vallar. Axel Bóasson úr Keili varð annar á -7 samtals og Ólafur Björn Loftsson úr GKG varð þriðji á -2 samtals.

“Ég er ótrúlega sáttur enda ekki annað hægt. Ég spilaði mjög solid golf allan tímann nema á degi tvö en ég náði að krafsa mig til baka úr því,” segir Þórður Rafn Gissurarson, úr GR, nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi. Þetta er í 22. sinn sem kylfingur úr GR fagnar þessum titli.

Þórður Rafn spilaði ótrúlega stöðugt golf. “Ég hélt mínu plani og það var ekki fyrr en á seinni níu sem ég breytti planinu, tók tvö járn til að koma boltanum í leik og fá pör og fugla ef þeir kæmu.”


Þórður tók enga óþarfa áhættu og var nánast alltaf með járn á teig. “Ég nýtti mér vindinn þegar hann var og spilaði öruggt og að dugði,” segir Þórður Rafn sem kom inn á tólf höggum undir pari og setti nýtt mótsmet. Birgir Leifur Hafþórsson og Magnús Guðmundsson áttu gamla metið sem var tíu högg undir pari. “Það er frábært að vita til þess - að vinna Íslandsmeistaratitilinn og eiga mótsmetið. Það er gott að hafa þetta í farteskinu fyrir framhaldið. Það er hrikalega gott.”

„Ég var að eiga við svakalega vél í dag. Það slokknaði ekki á henni. Þórður var að spila frábærlega,“ segir Axel Bóasson, kylfingur úr GK, sem lenti í öðru sæti á Íslandsmótinu. Þrjú högg skildu hann og Þórð Rafn að þegar leikur hófst í dag. “Ég fékk tvöfaldan skolla á annarri og það setti svolítið strik í reikninginn. Ég náði eiginlega ekkert að koma til baka eftir það,” segir Axel sem var samt sáttur við sitt golf. “Ég spilaði samt undir pari á mótinu en Þórður var bara betri. Ég er sáttur með mitt golf og ætla vonandi að toppa í nóvember eða september.


“Það er EM einstaklinga en svo verða einhver úrtökumót í september.”


Lokastaðan hjá efstu kylfingunum í karlaflokki:

1. Þórður Rafn Gissurarson, GR 276 högg (67-73-66-70) -12

2. Axel Bóasson, GK 281 högg (69-69-71-72) -7

3. Ólafur Björn Loftsson, GKG 286 högg (72-71-70-73) -2

4. Haraldur Franklín Magnús, GR 287 högg (71-73-71-72) -1

5. Andri Már Óskarsson, GHR 288 högg (71-74-72-71) 0

6.-8. Rúnar Arnórsson, GK 290 högg (77-72-73-68) +2

6.-8. Ragnar Már Garðarsson , GKG 290 högg (70-70-77-73) +2

9.-10. Henning Darri Þórðarson, GK 292 högg (73-72-74-73) +4

9.-10. Andri Þór Björnsson, GR 292 högg (73-74-72-73) +4

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is