Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júlí. 2015 06:00

Brátt hafist handa við að breyta Breiðinni á Akranesi

Akranesbær mun væntanlega hefja framkvæmdir yst á Breiðinni á Akranesi í næsta mánuði þar sem miklar umbætur verða gerðar á umhverfi. Svæðinu verður breytt með það fyrir augum að fegra það og bæta aðgengi ferðamanna og útvistarfólks. Það er vart seinna vænna því Breiðin með vitunum tveimur og útsýnisskífu verður sífellt vinsælli meðal Akurnesinga og þeirra sem kjósa að sækja bæjarfélagið heim.

 

Fyrir liggja skipulagsteikningar sem landslagsarkitektastofan Landslag hefur unnið að í vetur. „Við hófumst handa við að hanna nýtt útivistarsvæði yst á Breiðinni skömmu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar í maí í fyrra. Þá strax var tekin sú ákvörðun að einangra ytri hluta Breiðarinnar sem sérstakt deiliskipulagssvæði. Síðan hefur teiknistofan Landslag unnið með okkur að þeim hugmyndum sem nú liggja fyrir. Það eru ákveðnar grunnhugmyndir í þessu skipulagi svo sem að draga fram fortíðina með því að hafa t.d. trönur og steinalagnir sem mynduðu stakstæður á sínum tíma. Þetta var að mestu unnið í vetur. Síðan buðum við verkið út nú í sumar,“ segir Einar Brandsson formaður skipulags- og umhverfisráðs Akraness.

 

Kostnaðaráætlun þess verkhluta sem boðin var út núna af hálfu Akranesbæjar hljóðaði upp á 14,7 milljónir króna. Tvö tilboð bárust í það og bæði frá verktökum á Akranesi. Annað var frá Skóflunni ehf. og nam 24 milljónum króna. Hitt kom frá Þrótti ehf. upp á 27,4 milljónir.

 

Skipulags- og umhverfisráð ákvað samhljóða á fundi sínum 22. júlí síðastliðinn að hafna báðum tilboðunum. Búið er að bjóða verkið út aftur með ákveðnum breytingum.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kemur út í dag. Þar má meðal annars skoða teikningu af hinu nýja skipulagi yst á Breiðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is