Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júlí. 2015 09:00

Ritstjóra Vesturlands sagt upp

Fjölmiðlafyrirtækið Vefpressan keypti í lok síðustu viku útgáfufyrirækið Fótspor. Með kaupunum fylgdi réttur til útgáfu á 12 blöðum sem Fótspor hefur gefið út undanfarin misseri og dreift frítt til lesenda. Meðal þeirra er blaðið Vesturland sem kom út einu sinni til tvisvar í mánuði. Samningurinn um kaup Vefpressunnar á Fótspori var undirritaður með fyrirvara um að Fjölmiðlanefnd og Samkeppniseftirlit leggi blessun sína yfir hann.

 

Samhliða sölu blaða Fótspors til Vefpressunnar var ritstjórum allra blaða Fótspors sagt upp störfum með tölvupóstum. Meðal þeirra er Geir A. Guðsteinsson ritstjóri Vesturlands. Hann stýrði einnig blaðinu Öldunni fyrir Fótspor sem fjallaði um sjávarútvegsmál og kom út mánaðarlega. Í samtali við Skessuhorn segist Geir hafa fengið fyrirvaralausan uppsagnarpóst eins og kollegar hans. Aðspurður sagðist hann ekkert vita um hvað nú tæki við varðandi útgáfumál Vesturlands né hvað stjórnendur Vefpressunnar hygðust fyrir. Enginn hefði haft samband við sig fyrir utan tölvupóstinn þar sem samningi hans við Fótspor var rift.

 

Meðal annarra ritstjóra blaða Fótspors sem sagt var upp eru Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi þingmaður sem sá um blaðið Vestfirði, Björn Þorláksson hjá Akureyri Vikublað og Ingimar Karl Helgason sem sá um fríblöðin í Reykjavík og Kópavogi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is