Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júlí. 2015 12:00

Egilssaga í nýrri útgáfu

Bandaríska listakonan Michelle Bird flutti nýverið í Borgarnes eins og Skessuhorn greindi frá síðasta vetur. Þegar blaðamaður Skessuhorns leit við í heimsókn tóku á móti falleg málverk á öllum veggjum heimilisins. Einn veggurinn var tileinkaður sögu Egils Skallagrímssonar.

 

Íslendingar eru einstaklega stoltir af Íslendingasögunum og eru Borgnesingar ekki þar undanskildir. Segja má að bæjarstæði Borgarness sé aðal sögusvið Egilssögu. Þeir sem þekkja söguna sjá það glögglega þegar inn í Borgarnes er komið. Þar bera allmargar götur bæjarins nöfn persóna úr Egilssögu og eitt mesta stolt bæjarins, sjálfur Skallagrímsgarður, dregur nafn sitt frá Skallagrími, föður Egils.

 

Michelle heillaðist af sögu Egils Skallagrímssonar þegar hún flutti í Borgarnes. Henni fannst, í ljósi þess að í gegn um Borgarnes fer fjöldi ferðamanna árlega, að sagan þyrfti að vera aðgengilegri fyrir þá sem eiga skamma dvöl í Borgarnesi en hefðu gaman að því að vita sögu bæjarins.

 

Michelle hefur í samstarfi við Steven Porello skáld, skrifað og myndskreytt nýja útgáfu af Egilssögu sem fyrst og fremst er skrifuð fyrir ferðamenn. Steven skrifaði söguna og Michelle myndskreytti. Myndirnar í bókinni eru af málverkum sem byggð eru á ljóðum bókarinnar.

 

Í Skessuhorni vikunnar er viðtal við Michelle um þetta áhugaverða bókarverkefni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is