Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júlí. 2015 08:00

Jón Run. og Inga Harðar á heimleið eftir sextán ára búsetu í Kaupmannahöfn

Eftir sextán ár sem forstöðumaður Jónshúss í Kaupmannahöfn er Skagamaðurinn Jón Rafns Runólfsson nú á heimleið ásamt konu sinni Ingu Harðardóttur íþróttakennara.

 

Jón er menntaður innanhússarkitekt og hafði sem slíkur unnið hjá verkfræðistofum á Akranesi en var hættur því og farinn að starfa hjá Íþróttasambandi Íslands í Laugardalnum. Daglega fór hann milli Akraness og Reykjavíkur þar sem þau hjón voru búsett á Akranesi en Inga sinnti íþróttakennslu við Fjölbrautaskóla Vesturlands, sem hún hafði gert frá stofnun skólans árið 1975. Þegar starf forstöðumanns Jónshúss var auglýst í fyrsta sinn árið 1999 sótti Jón um starfið enda þekkti hann vel til í Danmörku þar sem þau hjón höfðu búið og stundað nám um fimm ára skeið frá 1970 til áramóta 1974-75 og áratug síðar í eitt ár. Jón var ráðinn úr hópi 75 umsækjenda og þau hjón fluttu því búferlum í Jónshús við Øster Voldgade í miðborg Kaupmannahafnar þar sem spjallað var við þau á sólríkum sumardegi upp úr miðjum júlí sl.

 

Í upphafi tekur Inga fram að Jón hafi einn verið ráðinn í þessa stöðu og hún hafi bara náðarsamlegast fengið að búa þar með honum. Hún hefur þennan tíma kennt sund hjá nágrannasveitarfélaginu Lyngby og hefur kennt þar fólki á öllum aldri, frá ungum krökkum til aldraðra og verið ritari Dansk-íslenska sjóðsins.

 

Sjá opnuviðtal við þau hjón í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is