Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. ágúst. 2015 09:00

Mikil vinna að baki við að koma Skúrnum á fót

"Þeir eru búnir að vera hér síðan í mars á hverju einasta kvöldi. Ég held þeir hafi veitt sér eitt einasta fríkvöld síðan þá,“ segir Þóra Margrét Birgisdóttir og lítur á þá félaga Arnþór Pálsson sambýlismann sinn og Svein Arnar Davíðsson. Þeir tveir hafa unnið baki brotnu við að koma nýjum veitingastað á fót í Stykkishólmi. Til þessa hafa þeir notið liðsinnis vina, ættingja og iðnaðarmanna í Stykkishólmi. Þetta er Skúrinn sem Skessuhorn hefur áður greint frá og er í fyrrum húsakynnum Verkalýðsfélags Snæfellinga á gatnamótum Aðalgötu og Þvervegs í Stykkishólmi. Skúrinn opnaði í síðustu viku.

 

Arnþór er fyrrum matsveinn og móttökustjóri hjá Hótel Egilsen. Nú er hann hættur þar og ætlar að hefja sjálfstæðan rekstur ásamt Sveini Arnari vini sínum. Báðir eiga þeir fortíð sem körfuboltakappar í Stykkishólmi. „Við ætlum að vera með aðeins léttari og einfaldari veitingastað heldur en verið hefur í boði hér í Stykkishólmi. Þetta verður staður þar sem fólk getur komið og fundið mat við sitt hæfi fyrir ekkert of mikinn pening. Yfir veturinn ætlum svo að bjóða upp á heimilismat. Það geta verið kjötbollur, fiskur eða hvaðeina. Hingað gætu þá komið til að mynda fólk sem er í vinnu eða vill bara koma og fá sér góðan og einfaldan mat á góðu verði. Við höfum orðið vör við eftirspurn eftir slíku hér í Stykkishólmi. Það er líka hugmynd að senda kannski út mat á bökkum til fyrirtækja í hádeginu. Okkur langar líka til að fá aðeins meira félagslíf í bæinn á veturna. Til dæmis með því að skapa hér aðstöðu þar sem fólk getur komið og fylgst með sjónvarpsútsendingum í boltaíþróttum,“ segir Arnþór þar sem hann útskýrir í stuttu máli rekstrarform Skúrsins.

 

Sjá nánar viðtal við eigendur hins nýstofnaða veitingastaðar í Stykkishólmi í Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is