Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. ágúst. 2015 11:03

Hvalkjötsskipið Winter Bay reynir við Norðausturleiðina

Flutningaskipið Winter Bay sem hélt frá Hafnarfirði 3. júní með um 1.700 tonn af frosnu hvalkjöti frá Hval hf. um borð lagði í kvöld af stað frá Tromsö. Förinni er heitið norður með ströndum Finnmerkur í Norður Noregi og síðan austur um Íshafið norður af ströndum Rússlands til hafnarborgarinnar Osaka í Japan. Siglingaleiðin norður fyrir Rússland er hin svokallaða Norðausturleið.

 

Ljóst er að sigling Winter Bay verður söguleg í mörgu tilliti takist að sigla skipinu þessa leið til Japan. Landkönnuði dreymdi um aldir að komast þessa leið því siglingaleiðin frá Evrópu norður fyrir Rússland til Austurlanda fjær er miklu styttri en hefðbundnar leiðir suður fyrir Afríku. Jafnvel þó farið sé um Súezskurð eins og flest skip gera í dag þá munar samt töluverðu Norðausturleiðinni í vil. Sá hængur er hins vegar á að hafís hefur tálmað för skipa þessa leið nema rétt seinni hluta sumars og snemma á haustin.

 

Samfara minni hafís á undanförnum árum þá hefur áhugi aukist á að nýta Norðausturleiðina til siglinga milli Asíuhafna og hafna við Norður Atlantshaf. Þó er ljóst að þessi leið verður ekki farin nema með samþykki Rússa. Winter Bay mun væntanlega sigla Norðausturleiðina í fylgd rússneskra ísbrjóta og þá hugsanlega í skipalest með fleiri flutningaskipum.

 

Andstæðingar hvalveiða hafa fylgst grannt með Winter Bay síðan skipið kom til Tromsö þar sem það hefur nú legið við bryggju í um sex vikna skeið. Skipið Sam Simon sem er í eigu Sea Shepherd-samtakanna kom óvænt til hafnar í Tromsö í lok júnímánaðar. Skipverjar létu sér nægja að kvikmynda Winter Bay við bryggju. Sea Shepherd-samtökin töldu að með þessu hefði tekist að vekja rækilega athygli á för Winter Bay sem hvalveiðiandstæðingar telja að flytji ólöglegan farm afurða. Skorað var á norsk stjórnvöld að kyrrsetja skipið. Á það hefur greinilega ekki verið hlustað þar sem Winter Bay er nú lagt af stað í för sína austur um Íshaf.

 

Sea Shepherd-samtökin hafa haft uppi heitingar að stöðva siglingu Winter Bay. Skipið Sam Simon lónaði nokkra daga við strendur Norður Noregs eftir brottför frá Tromsö í byrjun júlí en er nú statt við Færeyjar til að mótmæla grindhvalaveiðum þar, óravegu frá Winter Bay.

 

Ljóst er að margir fleiri en andstæðingar hvalveiða munu fylgjast með siglingu Winter Bay af áhuga, ekki síst Norðmenn. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem siglt er með sjávarafurðir þessa leið til mikilvægra markaða í Asíu.

 

Heppnist sigling Winter Bay með hvalkjötsfarminn sem á sitt upphaf í hvalstöðinni í Hvalfirði gæti það markað kaflaskil í sögu farmsiglinga á norðurslóðum og opnað nýja möguleika í flutningum til og frá Austurlöndum fjær. Ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur einnig aðrar þjóðir.

 

Fylgjast má með siglingu Winter Bay á vefnum marinetraffic.com.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is