Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2015 01:00

Atvinnuleysi skaplegt, færri gjaldþrot, fleiri nýskráningar

Á vef Hagstofu Íslands segir að það voru að jafnaði 202.200 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í júní, það gerir 86,6% atvinnuþátttöku. Þá voru 196.400 starfandi og 5.800 í atvinnuleit. Hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var því 2,9%. Frá því á sama tíma í fyrra hefur atvinnuþátttaka aukist um 1,3 prósentustig og hlutfall starfandi fólks af mannfjölda hefur aukist um 2,7 stig, það hefur ekki verið hærra hlutfall starfandi fólks frá árinu 2008.

 

Á Hagstofuvefnum segir einnig að gjaldþrot einkahlutafélaga hafi dregist saman um 12% á tímabilinu júlí 2014 til júní 2015, miðað við 12 mánuði þar á undan. Á tímabilinu voru alls 744 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Gjaldþrotum fækkaði mest í flokknum „framleiðsla“ eða um 24% á síðustu 12 mánuðum.

 

Nýskráningum einkahlutafélaga hefur fjölgað um 11% á tímabilinu júlí 2014 til júní 2015, miða við 12 mánuði þar á undan. Á tímabilinu voru alls 2173 ný félög skráð og fjölgunin var mest í flokknum „Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð“ eða um 48% á síðustu 12 mánuðum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is