Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. ágúst. 2015 06:00

Hvalkjötsfarmur Winter Bay úr Hvalfirði tveggja milljarða virði

Farmur flutningaskipsins Winter Bay sem nú siglir svokallaða norðausturleið um Íshafið norðan Rússland með farm af hvalkjöti og hvalspiki úr Hvalstöðinni í Hvalfirði er um tveggja milljarða íslenskra króna virði. Það staðfestir Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. í viðtali við norska sjávarútvegsblaðið FiskeribladetFiskaren sem kom út í gær. Afurðirnar eru afrakstur hvalvertíðar síðasta sumars í Hvalfirði.

 

Skessuhorn greindi frá því um helgina að Winter Bay væri lagt af stað.

 

Í viðtalinu gagnrýnir Kristán eins og svo oft fyrr, harðlega ýmis samtök sem hafa beitt sér gegn hvalveiðunum. "Ég forðast ákveðið að nefna þessi samtök nöfnum sínum og gildir þá einu í hvaða samhengi það er. Þau eru á móti öllu, líka því sem er löglegt og nota gjarnan ólöglegar aðferðir til að koma sinni sýn á framfæri. Þau lifa á athyglinni sem þau fá í fjölmiðlum og ég vil ekki hjálpa til við það með því að nefna nöfn þeirra á opinberum vettvangi," segir Kristján í viðtalinu.

 

Hann staðfestir að flutningaskipið Winter Bay hafi innanborðs 1.800 tonn af hvakjöti og -spiki og heildarverðmæti farmsins sé um 125 milljónir norskra króna. Það eru um  tveir milljarðar ísenskir samkvæmt núverandi gengi gegn norsku krónunni.

 

Kristján segir að upphaflega hafi ekki verið ætlunin að flytja þennan verðmæta farm um Norðausturleiðina en honum var skipað um borð í Winter Bay þann 8. maí síðastliðinn. Skipið átti að sigla suður fyrir Afríku og yfir Indlandshaf áleiðis til Japan. Sú leið er 14.800 kílómetrum lengri heldur en að sigla Norðausturleiðina. "Það kom upp bilun í gír skipsins sem tafði brottför þess frá Íslandi um rúman mánuð. Það leiddi til þess að möguleikinn var skoðaður á að sigla skipinu um Norðausturleiðina sem er miklu styttra. Þar eru venjulega kjörskilyrði til siglinga frá ágúst til október ár hvert.

 

Kristján blæs á alla gagnrýni á að þessi leið hafi verið valin. Hann telur sig frekar eiga skilið hrós fyrir að hafa valið umhverfisvæna flutningaleið sem stytti siglingu Winter Bay um 8.000 sjómílur. "Það ætti að hrósa okkur fyrir að nýta langreyðastofninn með ábyrgum hætti og flytja þennan frysta farm með sérlega umhverfisvænum hætti þessa löngu leið til Japan."

 

Að sögn Kristjáns munu rússnesk stjórnvöld hafa veitt samþykki fyrir því að alls 550 skip fái að sigla Norðvesturleiðina milli Atlantshafs og Kyrrahafs frá því nú í júlíbyrjun og þar til siglingatímabilinu lýkur nú í haust. Kristján segir við norska sjávarútvegsblaðið að hann efist um að Winter Bay þurfi aðstoð ísbrjóta til að komast leiðar sinnar. Skilyrðin séu afar góð núna norðan Rússlands og hafið þar nær laust við ís. "Við reiknum með að ná til Osaka í Japan einhvern tímann fyrstu tíu dagana í september," segir Kristján. Þá verða liðinir fjórir mánuðir síðan afurðirnar lögðu af stað frá Hafnarfirði.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is