Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. ágúst. 2015 11:48

Skagamenn gerðu jafntefli í Víkinni

ÍA sótti Víkinga heim í Pepsídeild karla í gær. Fyrri hálfleikur þótti ekki mikið fyrir augað, leikurinn hægur og ekki margt að gerast. Það var þó á þriðju mínútu sem fyrsta mark leiksins kom þegar Rolft Toft sendi knöttinn á Hallgrím Mar Steingrímsson sem lét svo skot ríða af. Boltinn rétt slapp inn fyrir Árna Snæ Ólafsson markvörð ÍA. Það gerðist lítið næsta hálftímann en á 32. mínútu tók Jón Vilhelm Ákason flotta hornspyrnu fyrir ÍA þar sem Garðar Gunnlaugsson náði að skalla boltann í varnarmann og þaðan fór boltinn í netið og ÍA búið að jafna metin. Lítið annað gerðist í fyrri hálfleik, Igor Taskovic hefði getað komið Víkingum yfir með skalla en boltinn fór yfir markið. Jöfn staða þegar flautað var til hálfleiks.

Í síðari hálfleik var leikurinn aðeins hraðari og skemmtilegri og liðin náðu að skapa sér fleiri færi. Skagamenn vildu fá vítaspyrnu nokkrum sinnum í síðari hálfleik en dómarinn hlustaði lítið á það. Bæði liðin reyndu hvað þau gátu að komast yfir en án árangurs og staðan enn jöfn þegar leikurinn var flautaður af. ÍA var eftir þetta jafntefli með 17 stig í áttunda sæti deildarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is