Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. ágúst. 2015 03:03

Fjársvikarar halda uppteknum hætti

Undanfarnar vikur hafa fjársvikarar í ýmsum löndum haldið áfram að hringja í fólk hér á landi og freistað þess að símhringingum verði svarað með að hringt sé til baka í viðkomandi símanúmer. Slíkt er hins vegar afar varasamt þar sem viðbúið er að dregnar verði háar fjárhæðir af símreikningi viðkomandi. Nú gengur yfir bylgja símhringinga úr bresku farsímanúmeri. Til fulltrúa á ritstjórn Skessuhorns var ítrekað hringt í gær úr símanúmerinu +44 7778 640086. Samkvæmt heimildum blaðsins dragast allt að 20 þúsund krónur af símreikningi viðkomandi fórnarlambs svindlaranna, sé hringt til baka. Hér er um nokkuð augljósan galla að ræða í þjónustu símafyrirtækja og vandséð hvernig koma megi í veg fyrir að svindlararnir hafi erindi sem erfiði við iðju sína meðan stjórnvöld viðkomandi landa bregðast ekki við. Þá bera símafyrirtækin sína sök einnig þar sem þau bjóða upp á þessa þjónustu án þess að eftirlit með viðskiptavinunum sé til staðar. Þangað til þessi mál komast í lag er óhætt að vara fólk við að hringja til baka í erlend símanúmer sem fólk þekkir ekki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is