Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. ágúst. 2015 12:26

Víkingur á toppi fyrstu deildar eftir sigur á Þrótti

Óhætt er að segja að liðsmenn Víkings Ólafsvík séu í fantaformi þessa dagana. Í gær tóku þeir á móti toppliði Þróttar og höfðu á þeim 3:2 sigur. Leikurinn þótti afar skemmtilegur og hafði einn gesta á vellinum á orði að þetta hefði verið einn besti knattspyrnuleikur sumarsins og var hann þá að miða við þá leiki sem hann hafði séð í úrvalsdeildinni einnig. Nú situr því Víkingur á toppi deildarinnar með 35 stig, tveimur fleiri en Þróttur. Í þriðja sæti er svo Þór Akureyri með 28 stig. Sæti í úrvalsdeild næsta sumar er því handan við hornið hjá Ólsurum haldi þeir vel á spöðunum það sem eftir lifir móts.

 

 

Leikurinn í Ólafsvík byrjaði fjörlega hjá Þrótturum sem skoruðu mark á 15. mínútu. Aftur korteri síðar fengu Ólsarar vítaspyrnu sem markmaður Þróttar varði. Fleiri urðu mörkin ekki fyrir hlé og gestirnir því marki yfir. Það voru hins vegar heimamenn sem komu sprækari til síðari hálfleiks og voru einungis þrjá mínútur liðnar af hálfleiknum þegar Kenan Tudija jafnaði metin við mikinn fögnuð heimamanna. Það var hins vegar Dominguez sem kom heimamönnum yfir á 72. mínútu. Aftur jafnaði Þróttur þegar Viktor Jónsson gerði sitt annað mark fyrir gestina á 85. mínútu og tóku þá leikar að æsast mjög. Sigurmarkið í leiknum skoraði Dominguez síðan tveimur mínútum fyrir leikslok með skotu af stuttu færi. Verðskuldaður sigur Víkings var staðreynd og heimamenn himinlifandi eftir árangurinn í einum þýðingarmesta leik sumarsins.

 

Í næsta leik mæta Víkingar botnliði deildarinnar; BÍ/Bolungarvík. Fer leikurinn fram á Torfnesvelli og hefsta klukkan 18:30 á föstudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is