Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2015 04:51

Bændasamtökin hagnast um 46 milljónir á rekstri Sögu

Bændasamtök Íslands ákváðu fyrr á þessu ári að ganga ekki til viðræðna um sölu á Hótel Sögu á grundvelli fyrirliggjandi tilboða sem fram höfðu komið í söluferli. Það var mat stjórnar Bændasamtakanna þá að hagstæðara væri að halda áfram rekstri hótelsins fremur en að ganga að fyrirliggjandi tilboðum. Sú afstaða bænda hefur ekki breyst. Hótelið er í eigu Hótel Sögu ehf. sem er 50 ára gamalt fyrirtæki í eigu Bændasamtaka Íslands. Á hótelinu eru 209 herbergi, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Þar starfa um 100 manns. Fasteign Hótel Sögu ehf. við Hagatorg er um 19.000 fermetrar að stærð og hýsir hótelstarfsemi, veitingastaði, banka, hárgreiðslustofu, líkamsræktarstöð og fleira. Þá eru skrifstofur Bændasamtaka Íslands á þriðju hæð hússins.

Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Sögu sendi í dag út fréttatilkynningu um afkomu Hótel Sögu á síðasta ári. Þar kemur fram að hótelið hafi velt 1,5 milljarði króna á síðasta ári. Hreinn rekstrarhagnaður var 46 milljónir sem jafngildir um 3% hagnaði af veltu. Ebitda var hins vegar 268 milljónir króna sem er tæplega 18% af veltu.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is