Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2015 11:39

Danskir dagar framundan í Stykkishólmi

Hin árlega bæjarhátíð, Danskir dagar, verður haldin í Stykkishólmi um næstu helgi. Er þetta í 21. skipti sem hátíðin er haldin og er hún um leið ein af elstu bæjarhátíðum landsins. Að sögn Önnu Margrétar Sigurðardóttur framkvæmdastýru Danskra daga eru íbúar í Hólminum fullir tilhlökkunar. „Undirbúningurinn gengur ágætlega, þetta er allt að smella,“ segir Anna Margrét í samtali við Skessuhorn.

Hátíðarhöldin hefjast á föstudeginum með götugrillum og að venju skreytir fólk í kringum sig með dönsku fánalitunum. „Bakaríið ætlar að útbúa bakkelsi sem best skreytta hverfið fær í verðlaun. Svo verða heimamenn með tónleika á hátíðarsvæðinu á föstudeginum, eftir götugrillin.“ Anna Margrét segir hátíðina verða með hefðbundnu sniði í ár. „Við verðum líka með einhverjar nýjungar, svo sem svokallaðan heimavistarhitting. Þeir sem voru á gömlu heimavistinni, þar sem dvalarheimilið er nú til húsa, á árunum 1959-78 ætla að hittast og hafa gaman,“ segir hún. „Svo verður líka fyrirtækjakeppni í loftbolta (bubblebolta) þar sem keppt verður um titilinn „Orkumesta fyrirtækið í Hólminum“. Það stefnir í góða þátttöku í þeirri keppni,“ bætir hún við.

Mikil stemning í bænum

 

Á laugardeginum heldur gleðin í Stykkishólmi áfram og verður fjölbreytt dagskrá fyrir íbúa og gesti hátíðarinnar. Meðal annars verða hoppukastalar á hátíðarsvæðinu fyrir yngstu kynslóðina, ratleikur, vatnaboltar og Ingi Hans mætir með söguvagninn Brandþrúði. „Íþróttaálfurinn kemur í heimsókn og Haffi Gúnda hefur verið að búa til ýmis ásláttarhljóðfæri sem hann mun leika á ásamt nokkrum nemendum úr tónlistarskólanum. Svo verður auðvitað kvöldvaka með brekkusöng og flugeldasýningu um kvöldið.“ Hátíðin endar á Pallaballi í íþróttahúsinu en auk þess munu ýmsir trúbadorar verða á veitingastöðum bæjarins. „Það er að myndast mikil stemning í bænum og stefnir í skemmtilega helgi,“ segir Anna Margrét að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is