Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2015 11:51

Framkvæmdum að ljúka við nýjan heitavatnsgeymi OR við Akranes

Nú í sumar hafa staðið yfir lokaframkvæmdir við heitavatnsgeymi Orkuveitu Reykjavíkur sem stendur rétt innan við Akranes. Vegna vinnu við geymana er heitavatnslaust á hluta Akraness í dag, frá klukkan 9-15. Nýi vatnsgeymirinn á að bera stóran hluta forðans af hitaveituvatni fyrir Akranes, en vatnið kemur úr Deildartunguhver í Borgarfirði. Geymirinn stendur við dælustöð hitaveitunnar við hlið þess gamla. Orkuveitan ákvað á sínum tíma að ráðast í byggingu hans. Ljóst var að eldri geymir var orðinn of lítill enda hefur Akranesbær stækkað mikið síðan hitaveitan var lögð fyrir rúmum 30 árum. Laust fyrir síðustu jól var vatni hleypt á nýja geyminn. Það þótti mikið fagnaðarefni þar sem forði hans jók mjög afhendingaröryggi á heitu vatni. Vandræði höfðu verið með það vegna tíðra bilana á heitavatnslögninni frá Deildartungu sem er sú lengsta á landinu. Því lá á að koma nýja geyminum í gagnið sem fyrst.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is