Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2015 01:01

Lítil grasspretta vegna þurrka

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands var júlí sérlega þurr um landið norðvestan- og vestanvert. Úrkoma í Stykkishólmi mældist einungis 5,1 mm í mánuðinum. Er það aðeins 12% af meðalúrkomu og hið minnsta í júlí síðan 1939, litlu meiri úrkoma mældist í júlí 1974. Þessi veðrátta hefur hentað vestlenskri ferðaþjónustu vel en engan veginn bændum sem treysta þurfa á góðan heyfeng. Uppskera í fyrri slætti var víðast minni en í meðalári en heygæði aftur á móti með ágætum. Háarspretta hefur hins vegar verið afar takmörkuð síðan snemma í júlí. Vestlenskir bændur eru samkvæmt heimildum Skessuhorns sumir hverjir orðnir uggandi vegna lítillar grassprettu síðustu vikur. Einkum eru það sendin tún sem spretta illa eða ekkert. Jafnvel eru dæmi um að bændur óttist uppskerubrest og þurfi í versta falli að fækka í bústofni sínum af þessum sökum fari ekki að gæta meiri úrkomu.  

 

Nánar um þetta í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is