Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2015 12:01

Húkkaði far heim með drottningarvélinni eftir að "Maybe airline" kom ekki

„Ég var kominn í sumarfrí og fór á Olís í Borgarnesi að fá mér kaffi. Það er gott að fá sér kaffi á Olís. Þar hitti ég Jón múrara. Hann sagði mér að hann væri að fara að vinna á Grænlandi og það hafi einn starfsmaður hans forfallast svo það vantaði mann. Mig vantaði eitthvað að gera í fríinu og svo hefur mig alltaf langað að fara til Grænlands,“ segir Guðmundur G Símonarson, oftast kallaður Mummi, þegar blaðamaður kíkti til hans og fékk að heyra ferðasöguna hans til Grænlands í sumar.

Mummi hélt til á Norður - Grænlandi í herstöð sem er einungis 933 kílómetra frá Norðurpólnum. Þar vann hann við lagfæringar á tönkum. Í ferðasögunni, sem birtist í Skessuhorni í dag, segir hann m.a. frá frjálslegum verslunarháttum ytra, að bindi skuli nota við laugardagsmálsverði og svo var allt í einu í júlí ákveðið að hafa jólaþema með tilheyrandi músík og skrauti þótt hásumar væri. Heimferðin með "Maybe airline" dróst á langinn og Mummi ásamt félaga sínum gat húkkað far eftir um viku töf með flugvél hennar hátígnar Danadrottningar. Þetta og margt fleira í fróðlegri ferðasögu Mumma úr Borgarnesi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is